Kanill

(Endurbeint frá Kanell)

Kanill er krydd sem er fengið af innri berki trjáa af ættkvíslinni Cinnamomum.

Kanill

Þær helstu eru:[1]

  • Cinnamomum cassia (Kassía, algengust í alþjóðlegum viðskiftum)
  • C. burmannii (Korintje, Padang cassia, eða Indónesískur kanill)
  • C. loureiroi (Saigon kanill, Víetnömsk kassía, eða Víetnamskur kanill)
  • C. verum (Sri Lanka kanill, Ceylon kanill eða Ekta kanill. Eldra fræðiheiti er Cinnamomum zeylanicum)
  • C. citriodorum (Malabar kanill)
  • C. tamala (Tejpat)

Kassía er oft með mikið koumarín sem getur valdið lifrarskemmdum.

Ræktun

breyta

Kanill er framleiddur með því að rækta plöntuna í tvö ár áður hún er höggvin niður. Á næsta ári myndast um tylft sprota.

Ytri börkur greinarinnar er skrapaður af og greinin síðan slegin með hamri til að losa um innri börkinn. Innri börkurinn er tekinn í löngum ræmum. Eingöngu þynnsti hluti hans er notaður og lagður í bleyti. Á meðan börkurinn er enn blautur er hann skorinn niður í 5-10 sentímetra langar ræmur og unninn.

Þegar búið er að vinna börkinn er hann látinn þorna í fjórar til sex klukkustundur í vel loftræstu og nokkuð heitu umhverfi.

Ceylon kanill kemur upprunalega frá Sri Lanka og Suður-Indlandi. Um 80-90% af heimsframleiðslu hans kemur frá Sri Lanka.[2] Tréð er einnig ræktað til markaðsölu í Indlandi, Bangladess, Jövu, Súmötru, Vestur Indíum, Brasilíu, Víetnam, Madagaskar, Sansibar og Egyptalandi.

 
Ceylon kanill
 
Kassía (ofar) og kanill (neðar)

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Chen, P.; Sun, J.; Ford, P. (mars 2014). „Differentiation of the four major species of cinnamons (C. burmannii, C. verum, C. cassia, and C. loureiroi) using a flow injection mass spectrometric (FIMS) fingerprinting method“. Journal of Agricultural and Food Chemistry. 62 (12): 2516–2521. doi:10.1021/jf405580c. PMC 3983393. PMID 24628250.
  2. IV. Spices and condiments Food and Agriculture Organization of the United Nations
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.