Jarðkettir (fræðiheiti: Suricata suricatta) eru smávaxin rándýr af ætt deskatta (Herpestidae).

Jarðköttur
Jarðköttur
Jarðköttur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Mongús (Herpestidae)
Ættkvísl: Suricata
Tegund:
S. suricatta

Tvínefni
Suricata Suricatta
útbreyðsla Jarðkattar
útbreyðsla Jarðkattar

Heimkynni breyta

Jarðkettir lifa í suðurhluta Afríku, þar að segja í Kalahari-eyðimörkinni í Botsvana, Namib-eyðimörkinnni í Namibíu og Angóla og einnig í Suður-Afríku. Jarðkettir grafa sér sjálfir göng ofan í jörðina og búa í þeim, vegna þess að neðanjarðar eru þeir öruggari. Hópeðli jarðkatta er mjög ríkt og þeir búa oftast saman í 20-30 dýra hópum.

Útlit breyta

 
Jarðköttur

Jarðkettir eru ljósbrúnir og silfurgráir með átta dökkar rendur á aftanverðu bakinu. Utan um augun eru síðan dökkir hringir og rófan er dökk. Ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru svona á litinn er að þetta eru góðir felulitir í eyðimörkinni þar sem þeir búa. Jarðkettir eru gjarnan 25-35 cm á lengd.

Fæða breyta

Jarðkettir éta skordýr, köngulær og sporðdreka og einnig litla snáka, fugla og nagdýr. Þegar hópurinn leitar sér matar má oft sjá einn eða tvo jarðketti standa þráðbeina á afturfótunum en þá eru þeir að standa vörð fyrir hina. Fæða jarðkattar er fjölbreytt en hann leitar mest eftir alls kyns smádýrum.

Æxlun breyta

Jarðkettir verða kynþroska 10 mánaða og fullorðnir 11 mánaða. Algengast er að þeir verði um 10 ára en þeir elstu geta orðið allt að 15 ára. Afkvæmi jarðkattar þurfa á vernd að halda a.m.k. til sextán vikna aldurs. Á þessum sextán vikum verða þeir að læra að bjarga sér sjálfir, verja sig fyrir hættum og afla sér matar.

Hegðun breyta

Jarðkettir eru mjög skipulögð og klók dýr. Þegar þeir veiða sér til matar eru alltaf tveir sem standa vörð og gæta þess að óvinir komi þeim ekki að óvörum. Ef hætta steðjar að gefa þeir frá sér hljóð svo allir geti forðað sér. Það má segja að jarðkettir séu frekar árásargjarnir og pirrast fljótt ef einhver er að þvælast fyrir þeim.


Heimildir breyta