Um íslenska karlmannsnafnið, sjá Kaktus (mannsnafn).

Kaktusar eru safaplöntur af kaktusætt (Cactaceae) og eru af hjartagrasbálknum. Kaktusar eru venjulega með þykkum, safaríkum og þyrnóttum stönglum. Sumar tegundir eru með skærlitum blómum, en allir eru þeir án laufblaða. Heimkynni þeirra eru í Ameríku, en ein undantekning á þeirri reglu er Rhipsalis baccifera sem á ættir sínar að rekja til Gamla heimsins. Kaktusar eru oftast notaðir til skrauts, en aðrar tegundir koma t.d. að notum sem nytjaplöntur.

Kaktusar
Ferocactus pilosus í Mexico
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Kaktusar (Cactaceae)
Juss.
Ættkvíslir

Kaktusar eru óvenjulegar og auðkennandi plöntur sem finnast aðallega í hitabeltinu. Kaktusar halda vel vatni og stilkarnir á þeim eru safamiklir og ljóstillífandi. Kaktusar eru þekktir fyrir brodda sína, en þeir eru í raun laufblöð.

Kaktusar eru til í ólíkum stærðum og gerðum. Hæsta kaktustegundin er Pachycereus pringlei en hún getur náð allt að 19,2 m, en sú minnsta er Blossfeldia liliputana sem er fullvaxin um 1 cm að hæð. Blómin á kaktusum eru stór og flestar kakustegundir blómstra að næturlagi. Næturskordýr og lítil spendýr eins og mölflugur og leðurblökur fræva þessi blóm.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.