Kraftlyftingasamband Íslands

(Endurbeint frá KRAFT)

Kraftlyftingasamband Íslands (KRA) eða KRAFT er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og aðili að Alþjóða Kraftlyftingasambandinu (IPF), Evrópska Kraftlyftingasambandinu (EPF) og Norræna Kraftlyftingasambandinu (NPF).

Kraftlyftingasamband Íslands
Fullt nafn Kraftlyftingasamband Íslands
Skammstöfun KRA (ÍSÍ kerfi)
KRAFT (almennt)
Stofnað 15. apríl 2010[1]
Stjórnarformaður Sigurjón Pétursson[2]
Sambandsaðild Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)
Norræna kraftlyftingasambandið (NPF)
Evrópska kraftlyftingasambandið (EPF)
Alþjóða kraftlyftingasambandið (IPF)
Iðkendafjöldi 2010 361[3]

Kraftlyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi frá því um 1960.[4] Árið 1969 var stofnuð lyftinganefnd innan ÍSÍ sem starfaði þar til 1973 þegar nefndin varð að löggildu sérsambandi sem bar heitið Lyftingasamband Íslands.[4] Undir lögsögu Lyftingasambandsins voru stundaðar bæði kraftlyftingar og ólympískar lyftingar og kepptu menn jafnvel í báðum íþróttum. Það var svo 2. mars 1985 sem að hið upprunalega Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað[4], utan ÍSÍ. Kraftlyftingamenn töldu þörf á að stofna sitt eigið samband eftir að innan lyftingasambandsins hafði starfað sjálfstæð kraftlyftingadeild um nokkurt skeið.[4]

Í desember 2008 var samþykkt að sækja um aðild að ÍSÍ[1] og hófst það ferli með stofnun kraftlyftinganefndar 19. mars 2009 og fluttist þar með aðild gamla KRAFT að alþjóðasamböndum um kraftlyftingar yfir til hinnar nýstofnuðu kraftlyftinganefndar.[5] Á Íþróttaþingi ÍSÍ 2009 var samþykkt að stofnað yrði Kraftlyftingsamband Íslands þegar komin væru á legg kraftlyftingafélög í að minnsta kosti 5 héraðssamböndum.[6][1] Hinn 15. desember 2009 hafði þetta skilyrði verið uppfyllt og var framkvæmdastjórn ÍSÍ sent bréf þess efnis.[1] Þann 15. apríl 2010 var haldinn stofnfundur hins nýja Kraftlyftingasambands Íslands[1] sem nú var löggilt sérsamband innan ÍSÍ.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Ársskýrsla KRAFT 2010“. Sótt 2. ágúst 2011.
  2. „Stjórn KRAFT“. Sótt 13. október 2011.
  3. „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 2010“ (PDF). Sótt 18. október 2011.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „Kraftaheimar: Saga Kraftlyftinga“. Sótt 2. ágúst 2011.
  5. „159. fundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ“ (PDF). Sótt 18. október 2011.
  6. „Samþykktar tillögur á Íþróttaþingi ÍSÍ 2009“. Sótt 18. október 2011.
   Þessi kraftlyftingagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.