Jimmy Smits (fæddur Jimmy L. Smits 9. júlí 1955) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í L.A. Law, NYPD Blue og The West Wing.

Jimmy Smits
Upplýsingar
FæddurJimmy L. Smits
9. júlí 1955 (1955-07-09) (68 ára)
Ár virkur1984 -
Helstu hlutverk
Victor Sifuentes í L.A. Law
Bobby Simone í NYPD Blue
Matthew Santos í The West Wing
Bail Organa í Star Wars myndunum

Einkalíf

breyta

Smits er fæddur og uppalinn í Brooklyn, New York-borg og er af púertó rískum, súrínamískum og hollenskum uppruna. Útskrifaðist með B.A. gráðu í leiklist frá Brooklyn College árið 1980 og MFA gráðu frá Cornell-háskólanum árið 1982.[1]

Smits var giftur Barböru Smits á árunum 1981 – 1987 og saman áttu þau tvö börn. Hefur verið í sambandi við leikkonuna Wanda De Jesus síðan 1986.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Smits hefur komið fram í leikritum á borð við God of Carnage, Hamlet, Buck, Twelfth Night og Much Ado About Nothing.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Smits var árið 1984 í Miami Vice. Árið 1986 var honum boðið hlutverk í L.A. Law sem persónan Victor Sifuentes sem hann lék til ársins 1992.

Á árunum 1994 – 2004 lék Smits rannsóknarfulltrúann Bobby Simone í lögregluþættinum NYPD Blue en kom hann í staðinn fyrir David Caruso sem hafði yfirgefið þáttinn.

Smits lék forsetaframbjóðandann Matthew Santos í The West Wing frá 2004-2006. Hefur hann síðan þá verið með stór gestahlutverk í Dexter og Sons of Anarchy.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Smits var árið 1986 í Running Scared. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Hotshot, Vital Signs, Fire Within, The Million Dollar Hotel og El traspatio.

Smits lék þingmanninn Bail Organa í Star Wars: Episode II – Attack of the Clones og Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1986 Running Scared Julio Gonzales
1987 Hotshot Meðlimur sjörnuliðsins
1987 The Believers Tom Lopez
1989 Old Gringo Gen. Tomas Arroyo
1990 Vital Signs Dr. David Redding
1991 Switch Walter Stone
1991 Fires Within Nestor
1993 Gross Misconduct Justin Thorne
1995 My Family Jimmy
1995 The Last Word Leikari (Martin)
1997 Murder in Mind Peter Walker
1997 Lesser Prophets Mike
2000 The Million Dollar Hotel Geronimo
2000 Price of Glory Arturo Ortega
2000 Bless the Child Fulltrúinn John Travis
2002 Star Wars: Episode II – Attack of the Clones Þingmaðurinn Bail Organa
2005 Star Wars: Episode III – Revenge of the Sith Þingmaðurinn Bail Organa
2007 The Jane Austen Book Club Daniel
2009 El traspatio Mickey Santos
2009 Mother and Child Paco
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1984 Miami Vice Eddie Rivera Þáttur: Brother´s Keeper
1986 Rockabye Lögreglumaður nr. 2 Sjónvarpsmynd
1986 Spenser: For Hire Hector Valdes Þáttur: In a Safe Place
1987 The Highwayman Bo Ziker Sjónvarpsmynd
1987 Stamp of a Killer Richard Braden Sjónvarpsmynd
1988 Mickey´s 60th Birthday Victor Sifuentes Sjónvarpsmynd
1988 Glitz Vincent Mara Sjónvarpsmynd
1990 Pee-wee´s Playhouse Viðgerðarmaður þinn Þáttur: Conky´s Breakdown
1990 Cop Rock Victor Sifuentes Þáttur: Potts Don´t Fail Me Now
1992 The Broken Cord David Norwell Sjónvarpsmynd
1986-1992 L.A. Law Victor Sifuentes 107 þættir
1993 The Tommyknockers Jim ´Gard´ Gardner Sjónvarpsmínisería
1994 The Cisco Kid Cisco Kid Sjónvarpsmynd
1995 Solomon & Sheba King Solomon Sjónvarpsmynd
1996 Marshal Law Jack Coleman Sjónvarpsmynd
1995-1997 Happily Ever After: Fairy Tales for Every Child Gamli King Cole/Prince Felipe 2 þættir
1997 Mother Goose: A Rappin´ and Rhymin´ Special Gamli King Cole Sjónvarpsmynd
1994-2004 NYPD Blue Rannsóknarfulltrúinn Bobby Simone 90 þættir
2005 Lackawanna Blues Ruben Santiago Sr. Sjónvarpsmynd
2006 Jurukan Gestur Sjónvarpssería
2004-2006 The West Wing Matthew Santos 37 þættir
2007 Cane Alex Vega 13 þættir
2008 X-Play Þingmaðurinn Organa Þáttur: The Making of the Upcoming ´Star Wars: The Force Unleashed‘
2008 Dexter Aðstoðarsaksóknarinn Miguel Prado 12 þættir
2010 Outlaw Cyrus Garza 8 þættir
2012 Sons of Anarchy Nero Padilla 12 þættir

Leikhús

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

ALMA-verðlaunin

 • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Dexter.
 • 2006: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir The West Wing.
 • 2001: Tilnefndur sem besti kynnir á verðlaunhátíð eða sérþætti fyrir The 1st Annual Latin Grammy verðlaunin ásamt Gloria Estefan, Andy Garcia og Jennifer Lopez.
 • 2001: Tilnefndur sem besti kynnir á verðlaunahátíð eða sérþætti fyrir ESPY verðlaunahátíðina.
 • 1999: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.
 • 1998: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.

Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin

 • 2009: Verðlaun sem besti gestaleikari í sjónvarpsseríu fyrir Dexter.

Golden Apple-verðlaunin

 • 1996: Tilnefndur sem besta karlstjarna ársins.

Golen Globe-verðlaunin

 • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1996: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir L.A. Law.

Image-verðlaunin

 • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Cane.

Imagen Foundation-verðlaunin

 • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í kvikmynd fyrir El traspatio.
 • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Dexter.
 • 2006: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpi fyrir The West Wing.
 • 2005: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpi fyrir The West Wing.

Independent Spirit-verðlaunin

 • 1996: Tilnefndur sem besti karlleikarinn í My Family.

NCLR Bravo-verðlaunin

 • 1996: Verðlaun sem besti leikari í sjónvarpsseríu fyrir hlutverkaskipti fyrir NYPD Blue.
 • 1996: Tilnefndur sem besti leikari í tónlistarþætti/sérþætti fyrir Television´s Greatest Performances I

Primetime Emmy-verðlaunin

 • 2009: Tilnefndur sem besti gestaleikari í dramaseríu fyrir Dexter.
 • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1998: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1996: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1995: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1992: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
 • 1991: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
 • 1990: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
 • 1989: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
 • 1988: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.
 • 1987: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.

Satellite-verðlaunin

 • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í seríu, míniseríu eða sjónvarpsmynd fyrir Dexter.
 • 1998: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Screen Actors Guild-verðlaunin

 • 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Dexter.
 • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
 • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1999: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1998: Tilnefnur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1998: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1997: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1997: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1996: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1996: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
 • 1995: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

TV Guide-verðlaunin

 • 1999: Tilnefndur sem uppáhalds leikari í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

 • 1990: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir L.A. Law.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta