Jeff Who?

íslensk hljómsveit
(Endurbeint frá Jeff Who)

Jeff Who? er íslensk rokkhljómsveit sem syngur á ensku. Hljómsveitin hefur gefið út 2 plötur, Death Before Disco (2005) og Jeff Who? (2008). Þekktasta lag hljómsveitarinnar er Barfly.

Jeff Who?
UppruniReykjavík, Ísland
Ár2004 – í dag
StefnurPopp rokk
Pönk rokk
MeðlimirÁsgeir Valur Flosason
Bjarni Lárus Hall
Elís Pétursson
Valdimar Kristjónsson
Axel Árnason
Fyrri meðlimirÞorbjörn Sigurðsson
Þormóður Dagsson -2009

Stofnhópurinn var í sama bekk í MR. Baddi & Ásgeir féllu báðir um bekk og eru því einu ári eldri en Elli & Þorri sem þesvegna eru 1 ári yngri. Vegna nokkurrar velgengni Jeff Who? síðar á leiðinni sögðu Baddi & Geiri stundum í gríni að það hefði verið það besta sem kom fyrir þá á æfinni. Þorri ákvað síðan að leigja sér æfingahúsnæði til að æfa sig á trommur. Fljótlega slógust Baddi og Ásgeir í hópinn og byrjuðu þeir að æfa saman. Elli, sem var í sama skóla og sama bekk og þeir, langaði að prófa nýja mixerinn sinn og mætti eitt kvöldið vopnaður mini-disk, mixernum, tölvu, hljóðnema og helling af sjálfstrausti. Eftir stuttan tíma sem framleiðandi, stjórnandi og umsjónarmaður þeirra slóst Elli í hópinn og leikur nú á bassa. Þorri, Ásgeir, Baddi og Elli spiluðu saman í einhvern tíma, aðallega samt til að nota æfingahúsnæðið sem samkomustað til að drekka bjór áður en þeir fóru út á lífið. Í partýi hitti Baddi Tobba sem var búinn að vera spila með nokkrum innanbæjar hljómsveitum og var þekktur fyrir mikla píanóhæfileika. Tobbi var búinn að vera í sama skóla og hinir fjórir og bjó í sama hverfi og Baddi, svo hinir vissu að Tobbi væri ágætis viðbót við hljómsveitina. Baddi bauð Tobba að koma og æfa með þeim og árið 2004 var hljómsveitin Jeff Who? stofnuð. Vorið 2005 byrjuðu þeir að taka upp fyrstu plötu sína, Death Before Disco, og í september sama ár kom platan út í samstarfi við Smekkleysu.

Árið 2009 hætti Þormóður Dagsson trommuleikari í hljómsveitinni "til að einbeita sér að námi" enn var fljótlega aftur farinn af stað með Tilbury, í hans stað kom Axel Árnason sem havði trommað stuttlega með 200 þúsund naqlbítum í upphafi þeirrar hljómsveitar.

Bróðir Badda, Frank Þórir, er líka tónlistarmaður einkum í Ske en líka í Kick & Husk með með Hössa úr Quarashi, og spilað Jeff Who? stundum ásamt þessum hljómsveitum.

Útgefið efni

breyta

Jeff Who? gaf út sína fyrstu hljómplötu í september árið 2005 í samstarfi við Smekkleysu. Platan bar nafnið Death Before Disco. Önnur breiðskífa sveitarinnar kom út í nóvember 2008.

Death Before Disco

breyta
 
Framhlið Death Before Disco.
  1. The Morning After You (2:52)
  2. The Golden Age (3:40)
  3. Stop Wasting My Time (3:49)
  4. Teaser (3:50)
  5. Bob Murray (3:41)
  6. Faces (3:21)
  7. Death Before Disco (3:22)
  8. Puppy Eyes/Success (3:58)
  9. Barfly (3:42)
  10. Bipolar Breakdown (5:46)

Jeff Who?

breyta
  1. Congratulations (3:19)
  2. The Great Escape (3:39)
  3. Everyday Is Always The Same (3:47)
  4. Alain (3:59)
  5. She's Got The Touch (4:28)
  6. You And Me (3:52)
  7. Last Chance To Dance (5:02)
  8. And The Show Goes On (3:32)
  9. Follow Me (3:39)
  10. In The End (4:51)

Tenglar

breyta