Jean-Marie Le Pen
Jean-Marie Le Pen (fæddur 20. júní 1928) er franskur stjórnmálamaður og fyrrverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar. Hann talar bretónsku að móðurmáli. Le Pen er menntaður sem lögfræðingur en var nokkurn tíma í hernum og tók þátt í stríðinu í Alsír þegar það land lýsti yfir sjálfstæði frá Frakklandi.
Jean-Marie Le Pen | |
---|---|
Fæddur | 20. júní 1928 |
Þjóðerni | Franskur |
Menntun | Université Paris-Panthéon-Assas |
Flokkur | Þjóðfylkingin (1972–2016) |
Trú | Kaþólskur |
Maki | Pierrette Lallane (g. 1960; sk. 1987) Jeanne-Marie Paschos (g. 1991) |
Börn | 3, þ. á m. Marine Le Pen |
Undirskrift | |
Æviágrip
breytaLe Pen var meðlimur í þjóðernishreyfingunni Ordre nouveau og tók árið 1972 þátt í stofnun Þjóðfylkingarinnar (FN) og varð formaður hennar. Í stjórnmálum stóð Le Pen lengst til hægri og gerði gagnrýni á innflytjendamál að aðaláherslu í kosningabaráttum sínum.[1] Le Pen kom Þjóðfylkingunni í fremstu röð á vettvangi franskra stjórnmála á níunda áratugnum.
Le Pen hefur fimm sinnum boðið sig fram til forseta Frakklands. Í fyrsta framboði sínu árið 1974 náði hann mjög litlu fylgi en í næstu framboðum sínum (árin 1988, 1995 og 2007) lenti hann þrisvar í fjórða sæti í fyrri umferð forsetakosninganna. Besti árangur Le Pen í forsetakosningum var árið 2002, en þar lenti hann öllum að óvörum í öðru sæti í fyrri umferð kosninganna og var því kosið á milli hans og sitjandi forsetans Jacques Chirac í seinni umferðinni.[2] Í seinni umferðinni galt Le Pen afhroð á móti Chirac og hlaut aðeins 17,8% greiddra atkvæða.[3]
Dóttir hans, Marine Le Pen, tók við af honum árið 2011 sem forseti Þjóðfylkingarinnar en Jean-Marine Le Pen hlaut þá titil heiðursforseta flokksins. Hann var rekinn úr flokknum árið 2015 vegna fullyrðinga um að helförin hefði aðeins verið aukaatriði í seinni heimsstyrjöldinni.[4]
Stjórnmálaferill Jean-Marie Le Pen hefur einkennst af umdeildum yfirlýsingum sem hafa leitt til ásakana á hendur honum um kynþáttafordóma og Gyðingahatur sérstaklega.
Le Pen sagði upp sæti sínu á Evrópuþinginu og hætti virkri þátttöku í stjórnmálum árið 2019. Þetta var eftir 34 ára setu á Evrópuþinginu og 63 árum eftir að Le Pen náði kjöri á franska þingið í fyrsta sinn. Í október 2018 gaf hann til kynna að hann myndi samþykkja að vera á kjörlista Þjóðfylkingarinnar á ný, en Marine Le Pen neitaði að samþykkja hann.
Árið 2019 skrifaði hann um Marine Le Pen: „Hún hefur ákveðna eiginleika fyrir pólitík: kjark, drifkraft, þrautsegju. En hún treystir sér ekki. Þetta skýrir galla hennar. Einræðishlið hennar. […] Hún þolir ekki andóf. […] Ég var eina stjórnarandstaðan í nýju Þjóðfylkingunni hennar. Þess vegna rak hún mig “. Hann gagnrýndi einnig dóttur sína fyrir að „opna flokkinn til vinstri“ og „örvæntingarfulla leit hans að djöflavæðingu á sama tíma og djöfullinn er að verða vinsæll“. Aftur á móti lýsti hann dótturdóttur sinni, Marion Maréchal, sem „einstaklega ljómandi konu“.[heimild vantar]
Í apríl 2024 var Jean Marie Le Pen settur „undir lögvernd“ að beiðni fjölskyldu sinnar.[heimild vantar]
Heimildir
breyta- Eiríkur Bergmann (2021). Þjóðarávarpið: Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld. Reykjavík: JPV útgáfa. ISBN 978-9935-29-078-6.
Tilvísanir
breyta- ↑ Eiríkur Bergmann 2021, bls. 79.
- ↑ „Vill að Frakkland verði fyrir Frakka“. Morgunblaðið. 23. apríl 2002. bls. 26.
- ↑ Eiríkur Bergmann 2021, bls. 171.
- ↑ Pálmi Jónasson (16. mars 2017). „Sprengjutilræði, móðurmissir og föðurmorð“. RÚV. Sótt 1. júlí 2024.