Öfgahægristefna er pólitískt hugtak sem er haft er um pólitík sem iðkuð er yst á hægri væng stjórnmála. Hugtakið kom fram á áttunda og níunda áratug 20. aldar til samsvörunar við þá stefnu á vinstri væng stjórnmála sem nefnd hefur verið öfgavinstristefna og fram kom í byrjun áttunda áratugarins og var til dæmis fylgifiskur ýmissa hryðjuverkasamtaka á þeim árum. Öfgahægristefna hefur verið notað af stjórnmálaskýrendum til að útskýra pólitískt landslag, stundum á nokkuð óvísindlegan hátt.

Öfgahægristefnu er jafnan spyrnt saman við forgangshyggju, sem er sú trú að það verði alltaf til forréttindahópar sem koma til vegna andlegrar getu, skólagöngu og/eða ríkidæma. Öfgahægristefna er jafnan hlynnt aðskilnaði að einhverju leyti og að meirimáttar hafi alltaf vinninginn yfir minnimáttar. Öfgahægristefnur hafa oft sterk tengsl við valdboðshyggju, fæðingarrétt, kynþáttahyggju og útlendingahatur í einhverri mynd.

Þær stefnur sem oftast er spyrnt saman við öfgahægristefnur eru fasismi, nasismi og öfgaþjóðernisstefna, öfgastefnur trúarbragða og pólitísk fortíðarþrá.

Heimildir

breyta

Tengt efni

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.