Jarðsmári, eða Trifolium subterraneum[2][3][4][5][6][7][8][9][10][11][12][13] er einær smári ættaður frá vestur Evrópu , frá Írlandi austur til Belgíu. Nafn tegundarinnar kemur frá sérstæðri frædreifingu hans (geocarpy), sem ekki sést hjá öðrum smárum.

Jarðsmári

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. subterraneum

Tvínefni
Trifolium subterraneum
L.
Samheiti

Calycomorphum subterraneum (Linné)C.Presl

Trifolium subterraneum - MHNT

Hann þrífst í lélegum jarðvegi sem aðrir smárar geta jafnvel ekki lifað í, og er ræktaður sem skepnufóður. Það eru þrjár aðskildar undirtegundir notaðar í landbúnaði, hvert með eigið kjör loftslag og jarðvegs gerð, sem eykur útbreiðslumöguleika tegundarinnar í mismunandi umhverfi.

  • T. subterraneum subsp. subterraneum er ósérhæfðasta undirtegundin, og hægt að rækta hann í fjölbreytilegustu umhverfi.
  • T. subterraneum subsp. yanninicum er ræktaður á rökum svæðum sem hættir við að flæða yfir.
  • T. subterraneum subsp. brachycalycinum er viðkvæmari, þarfnast þurrs, sprungins jarðvegs til að spíra.

Sumir systematists líta á þessar þrjár undirtegundir sem sjálfstæðar tegundir. Það eru mörg afbrigði til af tegundinni, en fá þeirra eru í almennri notkun. Sú tækni að blanda þessum þremur undirtegundum saman á akrinum er vinsæl vegna þess að hún tryggir þétta uppskeru. Einnig, er honum stundum blandað við refasmára til að fá langlífara beitarland.

Jarðsmári er sjálffrjóvgandi, ólíkt flestum beitarplöntum af ertublómaætt eins og refasmára og öðrum smárum, sem eru frjóvguð af skordýrum, sérstaklega býflugum. Blóm jarðsmára eru yfirleitt staðsett undir blöðunum og eru með lítinn blómasafa, sem gerir þau óaðgengileg og ólystug fyrir býflugur. Þetta gerir hann líka minna aðlaðandi fyrir vissar skordýraplágur.

Jarðsmári er einn af algengustu fóðurjurtum í Ástralíu.[14] Hann er einnig ræktaður í Kaliforníu og Texas, þar sem mikill munur á jarðvegsgerð og gæðum, úrkomu, og hita gerir jarðsmára sérstaklega nytsaman.

Uppgötvun breyta

Þó að jarðsmári hafi verið þekktur lengi í mið og suður Evrópu, var litið á hann sem vegkantaillgresi. Gildi hans sem fóðurplöntu var uppgötvað, staðfest og fyrst kynnt af Amos William (A.W.) Howard, frá Mount Barker í Suður Ástralíu. Howard sannaði að hann væri verðmæt fóðurplanta í sumum jarðvegsgerðum á tempruðum svæðum. Jarðsmári gjörbreytti búskaparháttum á þeim svæðum, og breytti bújörðum sem bárust í bökkum í farsælar.

Uppgötvunin breiddist út um Ástralíu og mörg önnur lönd, aðallega vegna örlætis Howards í útgáfu greina um smárann, útvegun fræs ókeypis víða um heim, og leiðbeininga um meðhöndlun. Um það leyti sem hann dó (2 mars 1930), voru þúsundir hektara í suður Ástralíu í rækt með jarðsmára. Hann óx í öllum ríkjum Ástralíu, og beiðnir um fræ og upplýsingar streymdu inn frá nær öllum löndum með tempruðu loftslagi.

Vinnu Howards er minnst með minnismerki á heimaslóðum hans, smáralaufi í héraðsskjaldarmerki "District Council of Mount Barker", og með "Howard Vineyard and winery" á sama stað.[15]

Myndir breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Trifolium subterraneum“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012. 2012. Sótt 24. október 2012.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Trifolium subterraneum. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.
  3. Zohary,M. & Heller,D., 1984 The Genus Trifolium. Jerusalem.
  4. Heywood,V.H. & Ball,P.W., 1968 Leguminosae.In:Flora Europaea Vol.2.ed.Tutin,T.G.et al.
  5. Grossheim, A.A., 1952 Flora Kavkaza, Vol.5. Moscow,Leningrad. (Rus)
  6. Sanjappa,M., 1992 Legumes of India. Dehra Dun: Bishen Singh Mahendra...
  7. Linnaeus,C.von, 1753 Sp.Pl.
  8. Yakovlev G, Sytin A & Roskov Y, 1996 Legumes of Northern Eurasia. Royal Botanic Gardens, Kew.
  9. Bobrov, E.G., 1941 In:Flora URSS, Vol.11. Mosqua, Leningrad. (Rus)
  10. Roskov,Yu.R., 1990 Revis.of the g.Trifolium in fl.USSR.Cand.thes.Leningrad(Rus)
  11. Webb,C.J. et al., 1988 Flora of New Zealand Vol IV
  12. Bobrov,E.G., 1987 In: Flora Partis Europaeae URSS Vol. 6. Leningrad. (Rus.)
  13. Coombe, D.E., 1968 In:Flora Europaea, Vol.2. Cambridge.
  14. Farmnote No 41/2005[óvirkur tengill] Western Australian Department of Agriculture
  15. „Howard Vineyard“. Howard Vineyard. Sótt 10. júní 2013.

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.