Jan Valentine
Jan Valentine er einn af Valentínusar bræðrunum úr Hellsing seríunni- þeir eru vampírur sem skapaðar voru af Millennium til að ráðast á Hellsing setrið. Verkefni Jan Valentines var að drepa Integru Hellsing.
Jan Valentine | ||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||
|
Persónuleiki
breytaHann er uppreisnargjörn vampíra, með andlitið útgatað og með húfu sem nær að augum. Hann er í afar hversdagslegum fötum, hefur ljótt málfar og það mætti segja að hann sé andstæða Lukes Valentines.
Saga
breytaÍ manganu og OVAinu
breytaVegna þess hve vel OVAið fylgir manganu er persónuleiki og atriði Jans Valentines mjög lík í þeim. Henn kemur fyrst fram í annarri Hellsing mangabókinni og öðrum Hellsing OVA þættinum ásamt bróður sínum Luke Valentine er þeir ganga að Hellsing setrinu. Þeir leiða her uppvakninga, sem vopnaðir eru rifflum og líkamsskjöldum. Uppvakningarnir skjóta tvo hermenn sem gæta Hellsings og Luke og Jan Valentine ganga einfaldlega inn í setrið. Jan fer upp á þriðju hæð þar sem Integra Hellsing og Riddarar Hringborðsins halda sig, og drepur alla sem á vegi sínum þangað. En þar á þriðju hæðinni hindra Walter C. Dornez og Seras Victoria hann, og drepa flesta uppvakningana. Hann nær hinsvegar að flýja og hleypur að herberginu þar sem Integra er, en þar bíða meðlimir hringborðsins og skjóta hann, en drepa samt ekki. Hann er yfirheyrður af Walteri, en er svo brenndur lifandi af Millennium til að hann kjafti ekki leyndarmálum þeirra.
Í þáttunum
breytaÍ Hellsing þáttunum, var hann FREAK, sem eru mannverur sem breytt var í vampírur með hjálpar tölvukubbs, og hafði mikil áhrif í undirheiminum.
Vopn
breyta- Jan notar tvær mikið breyttar, P90 byssur.
Smámál
breyta- Í OVAinu segir Jan
Þeir hafa nokkuð fína vindla hérna. Fjandinn hafi það! Þetta ergir mig, þetta ergir mig virkilega. Það er of mikil stéttaskipting í Englandi. Ég ætla ekki að leyfa þessari tík [Integru Hellsing] að deyja auðveldlega. Ég mun kenna rassinum hennar hvernig það er að alast upp á botni samfélagsins. | ||
Þetta gefur greinilega til kynna að hann hafi alist upp við slæmar aðstæður.
- Í manganu segir Jan við sömu aðstæðu
Er þetta setur ekki nægilega stórt? Þetta teppi er mjög fínt- hvaðan í helvítinu er þetta? Frá Aubusson? Savonnerie? [...] Ég ætla ekki bara að drepa [Integru Hellsing], ég ætla að nauðga henni, og svo drepa hana. Svo nauðga henni og drepa hana aftur! | ||
— Jan Valentine, þegar hann sá stéttarmuninn á breska almúganum og á Hellsing setrinu- Hellsing bók II
|