James David Rodríguez Rubio (fæddur 12. júlí 1991), einnig þekktur sem einfaldlega James, er kólumbískur knattspyrnumaður sem spilar með brasilíska liðinu Sao Paulo og kólumbíska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Hann er örvfættur og fjölhæfur leikmaður, sterkur til að mynda í stoðsendingum og aukaspyrnum.

James Rodríguez
Upplýsingar
Fullt nafn James David Rodríguez Rubio
Fæðingardagur 12. júlí 1991 (1991-07-12) (33 ára)
Fæðingarstaður    Cúcuta, Kólumbía
Hæð 1,80m
Leikstaða Framsækinn miðjumaður, vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Sao Paulo
Númer 10
Yngriflokkaferill
2001-2005
2005-2006
Academia Tolimense de Fútbol
Envigado FC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006-2008 Envigado FC 30 (9)
2008-2010 Banfield 42 (5)
2010-2013 FC Porto 63 (25)
2013-2014 AS Monaco FC 34 (9)
2014-2020 Real Madrid 83 (29)
2017-2019 Bayern München (lán) 43 (14)
2020-2021 Everton 23 (6)
2021-2023 Al-Rayyan 20 (5)
2023- Sao Paulo 0 (0)
Landsliðsferill2
2007
2011
2011-
Kólumbía U17
Kólumbía U20
Kólumbía
11 (3)
5 (3)
106 (28)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært júlí. 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
júlí. 2024.

James er næstyngsti Kólumbíumaðurinn sem hefur spilað atvinnumannaleik en hann gerði það árið 2006, þá 14 ára gamall. Hann hélt til Argentínu árið 2008 þegar hann spilaði með liðinu Banfield. Árið 2010 hélt hann til Evrópu þegar Porto keypti hann. Hann vann gullskóinn í Portúgal árið 2012. Síðar hélt hann til Mónakó og loks Real Madrid. James æskti meiri leiktíma hjá Madríd 2017 og fékk að fara til Bayern í Þýskalandi árið 2017 í láni. Hann gekk til liðs við Everton árið 2020 og hélt til Katar árið eftir. James vann gullskóinn á HM 2014 í Brasilíu þegar hann skoraði 6 mörk. Hann var stoðsendingahæstur áratug síðar á Copa America þegar hann var með 6 slíkar er Kólumbía komst í úrslit gegn Argentínu. Hann var var valinn leikmaður mótsins.

Heimild

breyta