Jónína Einarsdóttir
Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún lauk BS prófi í efnafræði við Háskóla Íslands 1978, BA prófi í félagsmannfræði frá Stokkhólmsháskóla 1998 og doktorsprófi frá sama háskóla 2000. Einnig hefur Jónína numið þróunarfræði, spænsku og uppeldis- og kennslufræði.[1]
Jónína hefur unnið sem kennari við Menntaskólann við Sund, Heppuskóla á Höfn í Hornafirði, Meinatækniskóla Gíneu-Bissá og Háskóla Íslands. Hún hefur einnig unnið á rannsóknarstofu í þróunarfræðum við mannfræðideild Stokkhólmsháskóla, unnið sem ráðgjafi um málefni kvenna við sænska sendiráðið í Bissá, Gíneu-Bissá og við ýmiskonar rannsóknir.[1]
Meðal rannsóknarefna Jónínu innan heilsumannfræði og mannfræði barna má nefna fyrirbura, barnadauða, kóleru, heilsugæslu í Gíneu-Bissá, hjálparstarf, börn send í sveit og fleira.[1]
Doktorsrannsókn Jónínu kom út í bók hennar „Tired of Weeping: Mother Love, Child Death, and Poverty in Guinea-Bissau“ sem fjallar um viðbrögð mæðra í Gíneu-Bissá við barnamissi. Rannsóknin fór fram á árum 1993 til 1998 meðal Papel fólksins í Biombo.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Jónína Einarsdóttir - Prófessor | Háskóli Íslands“. www.hi.is. Sótt 11. mars 2020.
- ↑ Jónína Einarsdóttir. „Researchgate.net“.