Jóhanna Gunnlaugsdóttir
Jóhanna Gunnlaugsdóttir er prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir | |
---|---|
Störf | Prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn og rafrænum samskiptum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands |
Ferill
breytaJóhanna lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og sagnafræði frá Háskóla Íslands 1985, MSc (Econ) í stjórnun og rekstri fyrirtækja með áherslu á upplýsingastofnanir og upplýsingakerfi innan fyrirtækja frá háskólanum í Wales 1998 og doktorsprófi í upplýsingafræði frá Háskólanum í Tampere, Finnlandi 2006. Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta doktorsgráðu í upplýsinga- og skjalastjórn.[1][2]
Jóhanna hefur unnið við ýmis störf eins og kennslu við Garðaskóla og hjá Bókasafni Garðabæjar. Þá stofnaði hún, árið 1986, ásamt öðrum og var ráðgjafi hjá Gangskör sf. sem er ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsinga- og skjalamála.[3] Hjá Gangskör sf. vann hún við upplýsinga- skjala- og bókasafnsmál hjá um 100 fyrirtækjum og stofnunum um 25 ára skeið og ritaði og vann fyrir þau meðal annars greinargerðir, skýrslur, skrár og handbækur um skjalamál og hannaði og innleiddi hjá þeim hin mismunandi skjalaflokkunarkerfi og rafræn skjalastjórnarkerfi.[4][3] Frá 1989 hefur hún haldið ýmis námskeið og fyrirlestra um skjala- og upplýsingamál fyrir Stjórnunarfélag Íslands, Endurmenntun Háskóla Íslands, Félag um skjalastjórn, Félag um þekkingarstjórnun, Háskóla Íslands, Fjármálaráðuneytið, Háskólann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og fleiri aðila.[3]
Frá 1997-1999 var Jóhanna stundakennari í upplýsingafræði (þá bókasafns- og upplýsingafræði) við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Hún varð lektor 1999, dósent 2007 og prófessor frá 2008. Frá 2001 hefur hún reglulega verið formaður námsbrautar og hún hefur verið gestakennari við ýmsa háskóla hérlendis og erlendis.[3] Hún hefur leiðbeint fjölda meistara- og doktorsnema[4] og verið í ritstjórn innlendra og erlendra tímarita.[5]
Ýmis störf og verkefni
breytaJóhanna starfar í og hefur verið í stjórn ýmissa félaga meðal annars um bókasafns- og upplýsingamál. Hún var einn af stofnendum Félags um skjalastjórn árið 1988 og sat í stjórn þess 1988-1992[6] og einn af stofnendum Félags um þekkingarstjórnun 2005.[7] Hún var í stjórn Skólavörðunnar 1986-1989 og í stjórn Þjónustumiðstöðvar bókasafna 1988-1991. Þá var hún fulltrúi á háskólafundi HÍ 2001-2008, í kennslumálanefnd Félagsvísindadeildar HÍ 2007-2008, í stjórn Félagsvísindastofnunnar HÍ og í jafnréttisnefnd HÍ 2009-2010, í vísindanefnd Félags- og mannvísindadeildar HÍ 2009-2013 og formaður 2011-2013. Enn fremur hefur hún starfað í nefndum og starfshópum á vegum háskólaráðs/rektors svo sem markaðs- og samskiptanefnd 2002-2007, starfshópi um endurskoðun málstefnu HÍ 2015-2016, starfshópi um mótun stefnu HÍ um opinn aðgang 2011-2012, málnefnd 2016-2018, gæðanefnd frá 2016 og stýrihópi HÍ um máltækni frá 2018. Hún hefur starfað í samráðshópi og námsnefnd um fagháskólanám í heilbrigðisgaganfræði við Læknadeild HÍ frá 2018. Frá 2014 hefur hún setið í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands og frá 2017 verið formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands um þýðingu ISO 15490-1, staðli um upplýsingar og skjalastjórn.[3]
Rannsóknir
breytaRannsóknir, kennsla og fræðaskrif Jóhönnu eru á sviðum upplýsinga- og skjalastjórnar, þekkingarstjórnunar, gæðastjórnunar og flokkunaraðferða og -kenninga.[8][6] Doktorsrannsókn hennar „The implementation and use of ERMS. A study in Icelandic organizations” sneri að innleiðingu og notkun á rafrænum skjalastjórnarkerfum í skipulagsheildum á Íslandi. Aðrar rannsóknir Jóhönnu hafa til að mynda beinst að því að kanna persónulega samfélagsmiðlanotkun starfsfólk á vinnutíma,[9][10] umfjöllun um alþjóðlegan staðal um skjalastjórn[11][12] og viðhorf almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda, það er hvort almenningur teldi að stjórnvöld leyndu mikilvægum upplýsingum sem vörðuðu almannahag og opinber útgjöld.[13][14][15][16]
Hún hefur hlotið ýmsa styrki svo sem úr Rannsóknarsjóði HÍ, hún var þátttakandi í Valds- og lýðræðisrannsókn Félagsvísindasviðs HÍ, styrkt af Aldarafmælissjóði HÍ 2013-2017 og frá 2017 hefur hún verið í þverfræðilegu samstarfsverkefni innan HÍ, fötlun fyrir tíma fötlunar (Disability before Disability)[17] sem hlaut öndvegisstyrk frá Rannís.[18]
Viðurkenningar
breytaJóhanna var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands á nýársdag 2020 fyrir kennslu og rannsóknir á sviði upplýsingafræði og skjalastjórnunar.[19] Árið 2016 hlaut Jóhanna verðlaunin „Emerald Literati Network Awards 2016 for Excellence: Outstanding Paper from the Previous Year“ á sviði upplýsingafræði fyrir greinina „Government secrecy: Public attitudes toward information provided by the authorities“ sem birtist í tímaritinu Records Management Journal[20][21] og árið 2019, ásamt Rögnu Kemp Haraldsdóttur, sams konar verðlaun fyrir greinina „The missing link in information and records management: Personal knowledge registration” í Records Management Journal.[22] Þá var hún gerð heiðursfélagi Félags um skjalastjórn á 20 ára afmælisfagnaði félagsins 2008[23] og heiðursfélagi Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða 2020.[24]
Einkalíf
breytaForeldrar Jóhönnu voru hjónin Gunnlaugur Jónsson (1928-2013) náttúrufræðingur og kerfisfræðingur og Bergþóra Jensen (1927-2013) leikskólastarfsmaður. Eiginmaður hennar er Árni Árnason rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri og eiga þau tvö börn.[25]
Helstu ritverk
breytaGreinar
breyta- Ragna Kemp Haraldsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ebba Thora Hvannberg, Peter Holdt Christensen. Registration, access and use of personal knowledge in organizations. International Journal of Information Management, 40, 2018, s. 8-16.
- Ragna Kemp Haraldsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. The missing link in information and records management. Personal knowledge registration. Records Management Journal, 28 (1), s. 79-98, 2018. Emerald Literati Network 2019 Awards for Excellence: Outstanding Paper from the Previous Year (2018).
- Kristín Guðmundsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Meðhöndlun trúnaðarupplýsinga hjá löggæslustofnunum ríkisins Geymt 11 ágúst 2020 í Wayback Machine. Tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, 13 (2), 2017, s. 239-263.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Reasons for the poor provision of information by the government. Public opinion. Records Management Journal, 26, (2), 2016, s. 185-205.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Employee use of social media for private affairs during working hours Geymt 27 júlí 2019 í Wayback Machine. Journal of Social Media in Society, 5 (3), 2016, s. 121-150.
- Magnea Davíðsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. Innleiðing rafrænna skjalastjórnunarkerfa samkvæmt átta þrepum Kotters. Viðhorf skjalastjóra Geymt 28 júní 2021 í Wayback Machine. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13 (1), 2016, s. 17-36.
- Sigurður G. Hafstað og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Hagnýting persónuupplýsinga á Facebook hjá eftirlitsstofnunum Geymt 4 ágúst 2020 í Wayback Machine. Tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, 12 (2), 2016, s. 343-367.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Government secrecy. Public attitudes toward information provided by the authorities. Records Management Journal, 25 (2), 2015, pp. 197-222. Emerald Literati Network 2016 Awards for Excellence: Outstanding Paper from the Previous Year (2015).
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Skjámenning og netnotkun vegan einkaerinda á vinnutíma. Ritið. Tímarit hugvísindastofnunar. Skjámenning, 13 (3), 2014, s. 85-113.
- Már Einarsson og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Samfélagsmiðlar hjá ríkisstofnunum á Íslandi. Notkun, hlutverk og markmið Geymt 3 júní 2018 í Wayback Machine. Tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, 10 (2), 2014, s. 319-339.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Leyndarhyggja. Viðhorf almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda og stofnana. Samtíð. Tímarit um samfélag og menningu, 1 (1), 2013, 24 s.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Functional classification scheme for records: FCS: A way to chart documented knowledge in organizations. Records Management Journal, 22 (2), 2012, s. 116-129.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Information and records management: A precondition for a well-functioning quality management system. Records Management Journal, 22 (3), 2012, s. 170-185. Emerald Literati Network 2013 Awards for Excellence: Highly Commended Papers from the Previous Year (2012).
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. The human side of ERMS. An Icelandic study. Records Management Journal, 19 (1), 2009, s. 54-72.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Registering and searching for records in electronic records management systems Geymt 9 júlí 2020 í Wayback Machine. International Journal of Information Management, 28, 2008, s. 293-304.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. As you sow, so you will reap. Implementing ERMS. Records Management Journal, 18 (1), 2008, s. 21-39.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Svo uppsker sem sáir. Innleiðing og notkun rafrænna skjalastjórnarkerfa. Tímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, 2 (3), 2007, s. 179-209.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Skjöl og skjalastjórn í tíu þúsund ár. Bókasafnið, 30, 2006, s. 45-57.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Seek and you will find, share and you will benefit. Organising knowledge using groupware systems. International Journal of Information Management, 23, 2003, s. 363-380.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. An international standard on records management. An opportunity for librarians. Libri. International Journal of Libraries and Information Services, 52 (4), 2002, s. 231-240.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. The quality must be on record. A survey of organisations having an ISO 9000 certification in Iceland. Records Management Journal, 12 (2), 2002, s. 40-47.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Tímamót í skjalastjórn. Alþjóðlegur staðall tekur gildi. Bókasafnið, 26, 2002, s. 39-46.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. RM in Iceland and growing demand for RM in Icelandic organisations. Information Management Journal, 33 (4), 1999, s. 32-37.
Bókarkaflar
breyta- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Fifty years of library and information sciences education in Iceland. In Education for library and information services. A festschrift to celebrate thirty years of library education at Charles Sturt University. [Electronic publication]. Charles Sturt University, 2006, s. 69-81.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Upplýsinga- og skjalastjórn. Í Stjórnun og rekstur félagasamtaka[óvirkur tengill]. Ritstjórar Ómar Kristinsson og Steinunn Rafnsdóttir. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2008, s. 250-270.
- Jóhanna Gunnlaugsdóttir. The use of social media for private concerns in organizations. An interview study. Í [In] Strategic innovative marketing. 4th IC_SIM, Mykonos, Greece 2015. Ritstjórar [Editors] Androniki Kavoura, Damianos P. Sakas & Petros Tomaras. Switzerland, Springer, 2017, s. 655-665.
Heimildir
breyta- ↑ Guðrún Pálsdóttir. (2007). Aukin tækifæri felast í nýjungum. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Bókasafnið, 31(1), 2-7. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Morgunblaðið. (2019, 22. október). Fyrsti dotorinn í skjalastjórn. Sótt 13. nóvember 2019.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 „Jóhanna Gunnlaugsdóttir Prófessor. Ferilskrá“. Sótt 16. september 2019.
- ↑ 4,0 4,1 „Jóhanna Gunnlaugsdóttir Prófessor. Ritaskrá“. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Records Management Journal. Editorial team. Sótt 16. september 2019.
- ↑ 6,0 6,1 „Félag um skjalastjórn. Ávarp formanns Félags um skjalastjórnun í 20 ára afmælishófi“. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Mbl.is. (2005, 15. janúar). Stofna félag um þekkingarstjórnun. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Google Scholar. Johanna Gunnlaugsdottir.
- ↑ Háskóli Íslands. Helmingur notar Facebook á vinnutíma. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Jóhanna Gunnlaugsdóttir gerði rannsóknir á samfélagsmiðlanotkun starfsfólks á vinnutíma til einkaerinda, hún kom í viðtal í Sjónmál á RÚV[óvirkur tengill].
- ↑ Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2002). Tímamót í skjalastjórn: Alþjóðlegur staðall um skjalastjórn tekur gildi. Bókasafnið, 26(1), 39-46. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Staðlaráð Íslands. Íslenskir staðlar. (2018). ÍST ISO 15489-1 – Nýr íslenskur staðall um upplýsingar og skjalastjórn Geymt 29 ágúst 2018 í Wayback Machine. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Flestir telja stjórnvöld leyna upplýsingum. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Rúv. (2012, 28. september). Telja stjórnvöld og stofnanir leyna upplýsingum. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Bítið - Halda stjórnvöld mikilvægum upplýsingum leyndum? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsingafræði við HÍ hefur rannsakað þetta og ræddi við okkur. (2016, 8. nóvember). Viðtal við Jóhönnu Gunnlaugsdóttur.
- ↑ Jóhanna Gunnlaugsdóttir: „Traust almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda“[óvirkur tengill] í þættinum Vits er þörf. Viðtalið hefst á 16. mínútu.
- ↑ Fötlun fyrir tíma fötlunar. Verkefnisstjórn DbD. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Rannís. (2017). Úthlutun úr Rannsóknarsjóði styrkárið 2017. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Forseti Íslands. Orðuhafaskrá. Sótt 3. janúar 2020.
- ↑ Háskóli Íslands. (2016). Verðlaun fyrir grein hjá Records Management Journal. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Jóhanna Gunnlaugsdóttir. (2015). Government secrecy: public attitudes toward information provided by the authorities. Records Management Journal.
- ↑ Ragna Kemp Haraldsdottir og Johanna Gunnlaugsdottir. (2018). The missing link in information and records management: personal knowledge registration. Records Management Journal.
- ↑ Félag um skjalastjórnun. Heiðursfélagar Félags um skjalastjórnun Geymt 21 apríl 2019 í Wayback Machine. Sótt 16. september 2019.
- ↑ Upplýsing. Jóhanna Gunnlaugsdóttir gerð að heiðursfélaga Upplýsingar. Sótt 4. september 2020.
- ↑ Dagblaðið-Vísir. (1999, 22. október). Afmæli. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Sótt 16. september 2019.