Innsævi er það hafsvæði sem er innan landhelgi ríkis, þ.e. innan svonefndrar grunnlínu sem ríkið hefur markað sér. Skipgengar ár, vötn, innhöf og skipaskurðir innan ríkisins teljast einnig til innsævis og einnig allar hafnir þess við ströndina. Sumir skipaskurðir sem notaðir eru sem alþjóðlegar siglingarleiðir falla þó ekki undir innsævi. Á innsævinu hefur ríkið algjöran fullveldisrétt líkt og á landi, það getur til dæmis tekið sér fulla lögsögu yfir þeim erlendu skipum sem stödd eru á hafsvæðinu. Erlend skip mega ávallt leita hafnar í neyðartilvikum en að öðru leyti hafa skip engan sjálfkrafa rétt til að leita hafnar nema um það hafi sérstaklega verið samið milli ríkisins þar sem skipið er skráð og hafnarríkisins. Almennt er skipum þó heimilt að leita hafnar nokkuð frjálslega þar sem flest ríki hafa skrifað undir þjóðréttarsamninga þess efnis.

Tengt efni breyta

Heimild breyta