Imbakassinn
Imbakassinn var sjónvarpsþáttur sem sýndur var á Stöð 2 á árunum 1992–1995. Á bak við þættina stóðu þeir Laddi, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason, og Pálmi Gestsson[1] sem nefndu sig „Gysbræður“.
Veturinn 1992-1993 var Friðrik Erlingsson með þeim og þá stóðu þættirnir af Ladda, Erni Árnasyni, Pálma Gestssyni og Friðriki Erlingssyni. Veturinn 1992 var Þröstur Leó Gunnarsson gestaleikari en vorið 1993 var Hjálmar Hjálmarsson gestaleikari í stað Þrastar. Veturinn 1993-1994 bættist Sigurður Sigurjónsson í Imbakassann. Friðrik Erlingsson hætti svo í þættinum en kláraði allt árið 1993, en vorið 1994 kom Sigurbjörn Aðalsteinsson í hans stað. Síðasta veturinn 1994-1995 kom Guðmundur Ólafsson í stað Sigurbjarnar. Imbakassinn hætti 1995 vegna þess að þá byrjaði Spaugstofan aftur (sem Enn ein stöðin).
Tilvísanir
breyta- ↑ „Imbakassinn“. DV. 8. október 1992.