Hljóðvarp
Hljóðvarp (skammstafað sem hljv.) kallast það þegar sérhljóð í áhersluatkvæði breytist fyrir áhrif annars sérhljóðs sem kallast hljóðvarpsvaldur. Í íslensku hafa a-hljóðvarp, u-hljóðvarp og i-hljóðvarp öll verið virk á einhverjum tímapunkti.
Tegundir hljóðvarpa
breytaA-hljóðvarp
breytaA-hljóðvarpið er elsta hljóðvarpið sem til er og það kemur mjög sjaldan fram í íslensku. Í a-hljóðvarpi verður sérhljóðinn i að e. Hér er hljóðvarpsvaldurinn a. Stafurinn a togar í rótarsérhljóðið i og færir það svo það er nær myndunarstað a-hljóðsins og breytir því i í e.
Dæmi
breyta- niðar → neðar
U-hljóðvarp
breytaU-hljóðvarp er mjög algengt hljóðvarp í íslensku. Í því verður hljóðið a að hljóðinu ö eða u. Áður fyrr verkaði u-hljóðvarpið einnig þannig að i varð að y.
a > ö a > u
Dæmi
breyta- barn → börn
- tala → tölum
- sumar → sumur
- hundrað → hundruð
I-hljóðvarp
breytaI-hljóðvarp er algengasta hljóðvarpið í íslensku. Hljóðvarpsvaldurinn er i en i hverfur eftir að hafa fært rótarhljóðið nær myndunarstað sínum.
Tegundir:
- a → e
- e → i
- o → y
- ó → æ
- á → æ
- u → y
- ú → ý
- au → ey
- ju → y
- jú → ý
- jó → ý
Dæmi
breyta- hús → hýsi
- braut → breyta