Hvítur fiskur vísar til fiska með hvítt hold. Þar á meðal er þorskur, ýsa, lúða og karfi. Rauður fiskur eru fiskar með rautt hold. Þekktastir eru laxfiskar, svosem lax og urriði. Þeir hljóta lit sinn af fæðunni sem er aðallega ýmis krabbadýr sem eru með rautt litarefni í skel.