Hryðjuverkin í Noregi 2011
Hryðjuverkin í Noregi 2011 áttu sér stað 22. júlí þegar sprengja sprakk í miðborg Ósló í grennd við húsasamstæðu sem hýsir norsk ráðuneyti.[1] Skömmu síðar hóf maður skotárás á sumardvalarstað ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins á Útey (n. Utøya) í sveitarfélaginu Hole í Buskerud. [2]
Bakgrunnur
breytaTilefni
breytaSkömmu áður en hann framkvæmdi árásirnar hafði Breivik dreift ítarlegri skýrslu sem kölluð var í fjölmiðlunum „Stefnuyfirlýsing Breiviks“. Í henni skrifaði hann margt um samfélagsskipulagsleg sjónarmið sín og skoðanir á Vestur-Evrópu. Grundvöllur ritsins og helsta tilefni árásanna var múslimahatur.[3]
Árásirnar
breytaFjöldamorðið í Útey
breytaSkömmu eftir sprenginguna hóf maður dulbúinn sem lögregluþjónn skotárás á eyjunni Útey í Buskerud. Alls létust 77 manns, 69 í Útey og 8 í sprengingunni í Osló[1]. [4] Talið er að allt að 700 manns hafi verið á eyjunni, en eyjan er í eigu ungaliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hafði áætlað að heimsækja eyjuna daginn eftir að skotárásin átti sér stað.[4] Lögreglan handtók mann að nafni Anders Behring Breivik, sem talið er að hafi komið að bæði skotárásinni og sprengingunni. Hann er talinn kristilegur öfgahægrimaður. Ekki er vitað til þess að Breivik hafi unnið voðaverk sín í samvinnu við nein skipulögð samtök. Hann játaði fjöldamorðin.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Mannfall í hryðjuverkum í Ósló“. Sótt 22. júlí 2011.
- ↑ „Skotárás hjá ungliðahreyfingu“. Sótt 22. júlí 2011.
- ↑ Sjá t.d. Mattias Gardell, „Crusader Dreams: Oslo 22/7, Islamophobia, and the Quest for a Monocultural Europe“ í tímaritinu Terrorism and Political Violence, 26. bindi, 1. hefti, 2014.
- ↑ 4,0 4,1 „Vísir - Allt að 30 myrtir í Útey“. Sótt 22. júlí 2011.