Hreiðar Levý Guðmundsson

Hreiðar Levý Guðmundsson (f. 29. nóvember 1980) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur með sænska liðinu Sävehof. Hann er markvörður.

Hreiðar lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Svíþjóð 2011.