Hraunkúla (einnig þekkt undir nafninu eldfjallaegg og hraunbomba) eru egglaga kvikumolar, sem myndast við eldgos. Hraunkúlur verða til þegar kvika með molum úr föstu efni (svokallaðir hnyðlingar) tætist í sundur í sprengingu, til dæmis ef vatn í hæfilegu magni kemst að henni. Sprengjuögnunum má einna helst líkja við högl úr haglabyssu. Umhverfis molana er kvikuhjúpur. Þessi hjúpur verður að egglaga kúlu er molinn þeytist áfram í fluginu. Hraunkúlur úr Vestmannaeyjagosinu árið 1973 kveiktu í mörgum húsum og særðu björgunarmenn.

Hraunkúla í Kīlauea, Hawaii, Bandaríkjunum á 1983.
Hraunkúla í Mojave-eyðimörkinni, Kalifornía, Bandaríkjunum.
Hraunkúla í Strohn, Rínarland-Pfalz, Þýskalandi. Það myndaðist við eldgos árið 8300 f.Kr.

Heimildir breyta

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2008). Almenn Jarðfræði. Iðnú.