Hrafnista
(Endurbeint frá Hrafnista (dvalarheimili))
Hrafnista er dvalarheimili aldraðra í Reykjavík og Hafnarfirði. Hrafnista tók fyrst til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957 í Reykjavík. Hrafnista í Hafnarfirði var opnuð á sjómannadaginn 5. júní 1977. Heimilin voru byggð fyrir forgöngu stéttarfélaga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði sem dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra sjómanna. Heimilin mynda með sér Sjómannadagsráð, sem stofnað var 25. nóvember 1937.
Megintekjur til uppbyggingar Hrafnistu koma frá fyrirtækjum sjómannadagsins, Happdrætti DAS og Laugarásbíói.