Laugarásbíó

Laugarásbíó er kvikmyndahús sem stendur við Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, á Laugarási í Reykjavík. Kvikmyndahúsið var byggt á sama tíma og dvalarheimilið og hóf sýningar 6. apríl 1956 með þýsku kvikmyndinni Fiskimaðurinn og aðalsmærin (Der Fischer vom Heiligensee). Byggingaraðili var Fulltrúaráð sjómannadagsins í Reykjavík og var byggingin meðal annars fjármögnuð með Happdrætti DAS en tekjur af kvikmyndahúsinu voru nýttar til frekari uppbyggingar dvalarheimilisins. Árið 1993 tók myndbandadreifingarfyrirtækið Myndform við rekstri kvikmyndahússins. Í bíóinu eru þrír sýningarsalir.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.