Hraðfréttir voru sjónvarpsþættir sýndir á mbl.is vorið 2012 og síðan á RÚV frá 2012 til 2016. Til að byrja með sáu Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson um þáttinn en árið 2014 bættust Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinnsson, Gunnar Sigurðarsson og veðurfréttakonan Anna Lísa Wium við í hópinn. Jóhann Alfreð og Anna Lísa hættu í þættinum haustið 2015. Það voru sýndir fjórir vetrar af hraðfréttum á RÚV þar til þættirnir enduðu árið 2016. Í desember 2021 voru gerðir tveir sérstakir hraðfréttaþættir sem hétu Hraðfréttajól og haustið 2022 voru sýndir fimm nýjir þættir af Hraðfréttum sem að nefndust Hraðfréttir 10 ára. Í maí 2024 voru sýndir tveir nýjir þættir sem að nefndust HraðfréttirX24 fyrir forsetakosningarnar 2024 og í nóvember 2024 voru sýndir aðrir tvær þættir af HraðfréttirX24 fyrir alþingiskosningarnar 2024.

Hraðfréttir byrjuðu fyrst í sjónvarpi mbl.is vorið 2012, en vegna vinsælda þáttana fóru þættirnir á vetrardagskrá RÚV 2012-2013. Þátturinn fjallaði um fréttastofu hraðfrétta sem sá um að segja fréttir á skrítnan og fyndnan hátt.

Benedikt og Fannar leikstýrðu, skrifuðu og léku áramótaskaupinu 2023 þar sem að var Hraðfréttainnskot. Í nóvember 2024 byrjuðu þeir með hlaðvarpið, Hlaðfréttir.