Kvittun er skrifleg staðfesting að peningar hafi verið teknir sem greiðsla fyrir vörur eða þjónustu. Kvittun er afsalsbréf sem staðfestir færsluna. Kvittanir eru ólíkar reikningum af því að vörur eða þjónusta á reikningi hafa ekki verið borgaðar fyrir. Almennar upplýsingar sem finnast á kvittunum eru listi yfir það sem viðskiptamaðurinn hefur keypt, samtals greiðsluupphæð með sköttum, afsláttum og svo framvegis, upphæð sem var greidd, og greiðsluaðferð.

Kvittun frá Sviss.

Nú á dögum finnast oft skilaboð frá smásalanum, upplýsingar um ábyrgð eða tryggingu, sértilboð og afsláttarmiðar á kvittunum. Oft eru líka strikamerki á kvittunum sem smásalinn getur notað til að leita að færslunni seinna. Notkun strikamerkja hjálpar til við að staðfesta að kvittun sé ófölsuð.

Oftast eru kvittanir prentaðar með hitaprentara sökum hraðvirkni þeirra.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.