Hrökkviskata
Hrökkviskata eða Marmarahrökkviskata (fræðiheiti Torpedo marmorata) er botnlæg fisktegund sem lifir í austurhluta Atlantshafsins, frá Norðursjónum og að Suður-Afríku. Líkt og hrökkállinn getur hrökkviskatan gefið frá sér rafmagn. Skatan er botnlæg sem fyrr segir og lifir á grunnu eða meðaldjúpu svæði. Uggi hrökkviskötunnar er nánast hringlaga diskur sem umlykur hana auk þess er hún með sterkan sporð með tveimur baklægum uggum (dorsal fin) auk sporð-ugga (caudal fin). Hrökkviskatan er dökkbrún á litinn með ljósum blettum. Hængurinn getur orðið, á bilinu 36–38 cm og hrygnan 55–61 cm.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hrökkviskötum.