Hrökkáll (fræðiheiti: Electrophorus electricus) er vatnafiskur sem þrátt fyrir nafn sitt telst ekki til álaættar heldur til hnífafiska. Heimkynni hrökkálsins eru í Suður-Ameríku, við Órinókófljót, Gvæjana og mið- og neðri hluta Amasónfljóts. Fiskurinn lifir í vilpum, lækjum og litlum ám í regnskógum.

Hrökkáll
Hrökkáll í New England Aquarium, Bandaríkjunum.
Hrökkáll í New England Aquarium, Bandaríkjunum.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Hnífafiskar (Gymnotiformes)
Ætt: Gymnotidae
Ættkvísl: Electrophorus
Samheiti

Gymnotus electricus

Hrökkáll verður allt að 2,5 metrar á lengd. Eins og aðrir hnífafiskar andar hann ekki aðeins í gegnum tálknin heldur líka gegnum æðaríka slímhúð munnsins og tekur súrefni úr andrúmslofti. Hann gerir mikið af því að skríða á þurru landi um eyrar í ánum.

Raffæri hans eru ummyndaðir vöðvar og geta framleitt 800 volta spennu. Fiskarnir geta því verið hættulegir dýrum á stærð við hest, sérstaklega á þurru landi, en í vatni er straumurinn fljótur að dreifast.

Tilvísanir

breyta
  1. Reis, R.; Lima, F. (2009). Electrophorus electricus. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2009: e.T167700A6369863. doi:10.2305/IUCN.UK.2009-2.RLTS.T167700A6369863.en. Sótt 11. nóvember 2021.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.