Hræranlegar hátíðir
helgidagar kristinnar kirkju á Íslandi
(Endurbeint frá Hræranlegur hátíðisdagur)
Hræranlegar hátíðir eru kristilegir hátíðisdagar sem ber upp á mismunandi mánaðardaga almannaksársins en breytast í samræmi við þann mánaðardag sem páskar kom upp á en hvernig þeir falla að árinu er reiknað eftir flókinni formúlu. Breytilegt er eftir kirkjudeild hverjir dagarnir eru, þó flestar hafi þá sem þekktastir eru í vesturkirkjunni. Hræranlegir hátíðisdagar eru einnig í öðrum trúarbrögðum.
Hræranlegar hátíðir
breyta- Öskudagur — 46 daga fyrir páska. (Strangt til tekið þá er öskudagur ekki hátíðisdagur heldur fasta, sem snýr að iðkun sjálfsafneitunar og iðrunar).
- Mæðradagurinn — 21 daga fyrir páska (Enska biskupakirkjan).
- Passíusunnudagur — 14 daga fyrir páska (Enska biskupakirkjan).
- Pálmasunnudagur — 7 daga fyrir páska.
- Skírdagur — 3 daga fyrir páska.
- Föstudagurinn langi — 2 daga fyrir páska (föstudagurinn langi er strangt til tekið fasta en ekki hátíðisdsagur, sjá öskudagur hér að ofan).
- Páskar — eftir því hvar þeir falla upp á almannaksárinu færast aðrir hræranlegir hátíðisdagar.
- Uppstigningardagur — 39 daga eftir páska.
- Hvítasunnudagur — 49 daga eftir páska (50sti dagur páskana).
- Þrenningarhátíð (Trínitatis) — 56 daga eftir páska (Vesturkirkjan).
- Allraheilagramessa — 56 daga eftir páska (víða hræranlegur í kristni en í vesturkirkjunni fellur þessi dagur upp á 1. nóvember og er því ekki hræranleg hátíð).
- Dýridagur (Kristlíkamahátíð) — 60 daga eftir páska (Vesturkirkjan).