Homo Faber er skáldsaga eftir svissneska rithöfundinn Max Frisch. Sagan var fyrst gefin út í Þýskalandi árið 1957. Sagan er frásögn í fyrstu persónu og söguhetjan Walter Faber er farsæll verkfræðingur sem ferðast um Evrópu og Suður-Ameríku á vegum UNESCO. Heimsmynd hans sem byggir á rökfræði, líkindareikningi og tækni er skoruð á hólm gegnum röð ótrúlegra tilviljana. Þegar tilviljanir og fortíð hans koma saman þá kvarnast upp úr tæknihyggju hans og hann neyðist til að skoða líf sitt í nýju og framandi ljósi. Sögupersónan Homo Faber er tæknivera sem afneitar tilfinningum, gróanda og frósemi og lítur á manneskjuna sem nokkurs konar vél. Undirtitill bókarinnar er skýrsla, skýrsla sem Walter Faber skrifar um líf sitt. Þessari skýrslu er skipt i tvo kafla og er hver kafli skrifaður í brotum sem ekki eru í tímaröð og líkjast dagbókarbrotum.

Bókin kom út 1987 í íslenskri þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.

Heimildir

breyta