Hofgleðikona
Hofgleðikona (gríska: hetaera) var í Grikklandi hinu forna dýrasta og fágaðasta tegund af vændiskonum. Hofgleðikona hafði venjulega ekki aðeins útlitið til að bera, heldur þroskaðan smekk og anda og voru í alla staði vel menntaðar. Venjulega bjuggu þær einar sér, eða tvær eða þrjár saman, og lifðu við mikil efni, enda dýrar vændiskonur. Þær voru auk þess verndaðar og skattlagðar af ríkinu. Hofgleðikonur voru venjulega útlendar konur, ambáttir eða frelsingjar. Að undanskildum spartverskum konum var frjálsræði þeirra kvenna mest, og öllu meira en attískra kvenna. Hofgleðikonur voru efstar í virðingarstiga vændiskvenna, voru vel virtar af þjóðfélaginu og voru ósjaldan fengnar til að vera skemmtikraftar í samdrykkjum. Í Kórinþu og Aþenu voru hofgleðikonurnar sérstaklega myndarlegar, tignarlegar í fasi og menningarlega sinnaðar. Fryne, Þeodota og Þais voru mjög frægar hofgleðikonur.