Hipparkía
Hipparkía hundingi var forngrískur heimspekingur sem var sögð hafa fæðst 340 f.Kr.
Um Hipparkíu er lítið vitað. Einkum eru tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi tilheyrði hún hreyfingu hundingja sem var fremur óvinsæll skóli í forngrískri heimspeki og í öðru lagi var hún kona en forngrískt samfélag var karlmiðað. Talið er að vegna þessa hafi rit hennar ekki varðveist. Vitneskja okar um Hipparkíu er fengin úr ritum annarra heimspekinga.
Hipparkía var gift öðrum heimspekingi, hundingjannum Kratesi og lifði lífinu líkt og aðrir hundingjar. Hundingjar stunduðu meinlætalifnað og kærðu sig lítt um ríkjandi hefðir og venjur. Flestir hundingjar kærðu sig því lítið um hjónaband yfirleitt vegna þess að þeir höfnuðu gildum eigin samfélags til þess að geta orðið borgarar alls heimsins. En hjónaband Hipparkíu og Kratesar er hægt að sjá sem uppreisn gegn félagslegum venjum hundingjanna sjálfra.
Hipparkía var einnig hispurslaus líkt og aðrir hundingjar. Samkvæmt Ágústínusi kirkjuföður voru þau Hipparkía og Krates sögð hafa verið svo ósiðvönd að þau fullkomnuðu hjónaband sitt með því að hafa mök á almannafæri.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Hipparchia the Cynic“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. janúar 2006.