Himeji-kastali
Himeji-kastalinn er röð japanskra kastala í Himeji, Hyogo-héraðinu, Japan. Kastalinn er álítinn best varðveitta dæmi um dæmigerða byggingalist japanskra kastala. Hann samanstendur af 83 byggingum með varnarkerfi frá lénstímabilinu.[1]
Himeji-kastalinn er frá 1333 þegar Akamatsu Norimura byggði virki ofaná Himeyma hæðinni. Virkið var eyðilagt og endurbyggt sem Himeyama-kastalinn 1346 og svo endurbyggt sem Himeji-kastalinn tveimur öldum síðar. Kastalinn var svo stækkaður 1581 af Toyotomi Hideyoshi sem bætti við þriggja hæða víggirðan turn. 1600 gaf Tokugawa Ieyasu kastalann til Ikeda Terumasa fyrir hjálp sína í baráttunni við Sekigahara og Ikeda stækkaði kastalann frá 1601 til 1909 í röð kastala.[2] Nokkrum byggingum var bætt við síðar af Honda Tadamasa frá 1617 til 1618.[3] Í yfir 400 ár hefur Himeji-kastalinn verið óskaddaður, þrátt fyrir loftárásir á Himeji hæðina í Seinni heimstyrjöldinni og náttúruhamfarir eins og Hashin jarðskjálftann 1995.[2][4][5]
Hann er stærsti og mest heimsótti kastali Japans og hann var skráður 1993 sem einn af fyrstu stöðum Japans á Heimsminjaskrá UNESCO.[4]
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Himeji Castle“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. febrúar 2013.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Himeji-jo“. UNESCO World Heritage Centre. Sótt 4. júlí 2010.
- ↑ 2,0 2,1 „A hilltop white heron 400 years old“. The Daily Yomiuri. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. mars 2007. Sótt 5. júlí 2010.
- ↑ „National Treasure Himeji Castle Guide book“ (PDF). Himeji Rojyo Lions Club. 2000. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9. febrúar 2005. Sótt 10. júlí 2010.
- ↑ 4,0 4,1 „Himeji Castle starts its renovation in April“. Official Tourism Guide for Japan Travel. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. febrúar 2015. Sótt 1. júlí 2010.
- ↑ „Himeji Castle“. Japan Atlas. Sótt 5. júlí 2010.