Hillebrandtshús var reist á syðri bakka Blöndu árið 1877 af Friðriki Hillebrandt og er elsta timburhúsið á Blönduósi. Húsið er í eigu Húnabyggðar (áður Blönduósbæjar) en bærinn hóf endurgerð á húsinu árið 1994 og lauk henni að utan árið 1996 en innan árið 2000.

Hillebrandtshús

Blönduósbær hefur nýtt húsið fyrir allskyns sýningar, sögusýningu árið 1999 og árið 2000 sýninguna Refsingar á Íslandi sem þeir héldu í samvinnu við byggðasafnið á Reykjum í Hrútafirði. Í dag er þar Hafíssetrið sem er með sýningu um hafís.

Hillebrandsthús hefur verið talið vera elsta timburhús Íslands. Það byggðist á þeim sögnum að húsið hafi staðið á Skagaströnd í 130 ár áður en það var flutt til Blönduósar. Endurgerð á húsinu leiddi það hins vegar í ljós að ekki væri um sama húsið að ræða heldur væri Hillebrandtshús byggt úr viðum eldra húss eða húsa að miklu leyti.

Saga Hillebrandtshúss breyta

Friðrik Hillebrandt var fyrsti eigandi hússins en hann reisti það með þeim tilgangi að hafa þar útibú Hólanesverslunar. Síðar komst það í eigu Jóhanns Möllers sem notaði húsið sem vörugeymslu og pakkhús og kallaðist húsið þá Möllerspakkhús. Árið 1916 urðu Magnús Stefánsson, kaupmaður á Blönduósi, og Jón S. Pálmason, bóndi á Þingeyrum, eigendur hússins. Árið 1940 selja þeir Magnús og Jón húsið Birni Einarssyni, trésmiði frá Síðu, en hann innréttar íbúð í vesturhluta þess og hefur svo smíðaverkstæði í hinum hlutanum. Björn Einarsson, Hallbera Jónsdóttir kona hans og afkomendur búa síðan í húsinu til 1992 en þá kaupir Blönduósbær það.[1]

Tilvísanir breyta

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.