Hestfjall (Árnessýslu)
Hestfjall er 371 metra hátt fjall í Grímsnesi í Árnessýslu. Það stendur við Hvítá á mótum Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Það er eitt af einkennisfjöllunum í miðri sýslunni. Norðan við fjallið er stöðuvatnið Hestvatn.
Hestfjall | |
---|---|
Hæð | 322 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Grímsnes- og Grafningshreppur |
Hnit | 63°59′19″N 20°41′10″V / 63.9886°N 20.6861°V |
breyta upplýsingum |
Hestfjall er eldfjall frá ísöld. Það hefur grágrýtisþekju ofan á bólstrabergi. Hæst er fjallið að norðanverðu þar sem heita Hesteyru.
Samkvæmt þjóðsögu liggja göng undir Hestfjall og í þeim felur sig skrímsli sem stundum sést úti í miðri Hvítá. Ef skrímsli þetta skríður burt úr göngum sínum fellur Hvítá um göngin og þornar þá farvegurinn fyrir neðan þau.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hestfjall (Árnessýslu).