Hekatajos
- Um yngri sagnaritara að sama nafni, sjá Hekatajos frá Abderu.
Hekatajos (einnig skrifað Hekatæos eða Hekatæus) frá Míletos (um 550-476 f.Kr.) var forngrískur sagnaritari. Hekatajos var af auðugum ættum. Hann ferðaðist víða en settist um síðir að í heimaborg sinni þar sem hann samdi rit um sögu og staðhætti þeirra staða sem hann hafði heimsótt. Hekatajos er sagður hafa verið nemandi heimspekingsins Anaxímandrosar.
Hekatajos er einn fyrsti klassíski höfundurinn sem minnist á Kelta.
Heimildir og ítarefni
breyta- Guðmundur J. Guðmundsson, „Grísk sagnaritun frá Hekateosi til Pólýbíosar“ hjá Sigurði A. Magnússyni, Kristjáni Árnasyni og Ástráði Eysteinssyni (ritstj.), Grikkland ár og síð (Hið íslenzka bókmenntafélag, 1991).
- Hornblower, Simon (ritstj.), Greek Historiography (Oxford: Clarendon Press, 1994).
- Luce, T.J., The Greek Historians (London: Routledge, 1997).
- Marincola, John (ritstj.), A Companion to Greek and Roman Historiography (Oxford: Blackwell, 2007).