Sir Henry Stuart Jones (15. maí 186729. júní 1939) var breskur fornfræðingur og textafræðingur, félagi á Trinity College á Oxford-háskóla, þar sem hann gegndi stöðu Camdens-prófessors í fornaldarsögu árin 1920 til 1927.

Árið 1911 hóf Jones vinnu við endurskoðun grísk-enskrar orðabókar Liddells og Scotts ásamt Roderick McKenzie. Endurskoðuð útgáfa orðabókarinnar kom fyrst út árið 1925 en endanleg útgáfa hennar kom ekki út fyrr en árið 1940 að Jones og McKenzie báðum látnum.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.