Gustav Theodor Fechner (19. apríl 180118. nóvember 1887) var þýskur tilraunasálfræðingur og faðir sáleðlisfræðinnar. Fechner taldi að það ætti að vera unnt að lýsa tengslum hugar og áreitis með aðferðum stærðfræðinnar og reyndi að finna leið til þess að lýsa með formlegum hætti sambandi skynhrifa sem áreiti vekur og magni áreitis. Hann þróaði formúlu sem byggir á lögmáli Ernst Weber en Weber hafði sett fram kenningu um samband áreitismagns og skynjunar.

Gustav Fechner
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.