Helgi G. Thordersen

Helgi Thordersen Guðmundsson (8. apríl 1794 - 4. desember 1867) var biskup íslensku Þjóðkirkjunnar frá 1846 til 1866.

Helgi Guðmundsson Thordersen árið 1860.

Uppruni og ætt. breyta

Helgi Guðmundsson Thordersen var fæddur á Arnarhóli í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Þórðarsonar,sem var ráðsmaður hjá Betrunarhúsinu (fangelsinu) í Reykjavík, seinna verslunarstjóri í Hafnarfirði, og Steinunnar Helgadóttur. Steinunn var dóttir Helga Guðmundssonar, bónda í Hrútsholti í Eyjahreppi. Kona hans, giftur 21. júní 1820, var Ragnheiður Stefánsdóttir, dóttir Stefáns Ólafssonar Stephensen, varalögmanns norðan og vestan, varadómara í landsyfirdóminum, síðar amtmanns í Vesturamtinu, f. 27. desember 1767, d. 20. desember 1820. Dóttir þeirra Helga og Ragnheiðar var Ástríður Helgadóttir Thordersen, f. 20. febrúar 1825, d. 14. júní 1897.

Nám og starf breyta

Helgi tók svonefnt 2. lærdómspróf árið 1815 með 1. einkunn, en embættisprófi í guðfræði lauk hann 20. apríl 1819. Hlaut hann einnig 1. einkunn á því prófi. Hann stundaði barnakennslu í Reykjavík síðasta árið sem hann var í guðfræðináminu. Hann fékk Saurbæ í Hvalfirði 6. apríl 1820 og var vígður þangað 7. maí það ár. Í fimm ár var hann í Saurbæ þar til hann var vígður að Odda á Rangárvöllum hinn 4. maí 1825 og varð prófastur þar árið eftir, 6. október 1826. Dómkirkjuprestur í Reykjavík varð séra Helgi 4. nóvember 1835, fluttist árið eftir að Landakoti og var kallaður (skipaður) biskup yfir Íslandi hinn 25. september 1845. Biskupsvígslan var í Kaupmannahöfn 5. júlí 1845 og hann tók formlega við embættinu 2. september það ár. Eftir að hann varð biskup settist hann að í Laugarnesi, en í Reykjavík bjó hann frá 1856. Lausn frá embætti vegna sjúkleika fékk hann 23. febrúar 1866 og dó úr "steinsótt" 4. desember 1867. Helgi Guðmundsson Thordersen var konungkjörinn þingmaður árin 1845 til 1865. Hann samdi svonefnda Helgapostillu.[1] Auk þess samdi hann fleiri rit og ræður, sem hér segir:

Listi yfir ritverk breyta

  • Evangelisk kristileg Sálmabók, til brúkunar í kirkjum og heimahúsum. Fylgirit, nýr viðbætir við hina evangelisku sálmabók til brúkunar í kirkjum og heimahúsum. Reykjavík, Prentsmiðja Íslands, 1863.
  • Ræður haldnar við útför Steingríms biskups Jónssonar af H.G. Thordersen biskupi og Riddara af Dannebrog. Reykjavík 1847
  • Innlendur fræðabálkur. Almanak Hins íslenzka þjóðvinafélags 1931, 57, bls. 66-86.
  • Ræða við vígslu Latínuskólans í Reykjavík 1. dag octóbr. mán. 1846 Reykjavík 1846.
  • Raunatölur yfir Líkkistu Bjarna sál. Sivertsen fluttar af móðurbróður hans H. G. Thordarsen. Reykjavík, J. Jónsson, 1845.
  • Húspostilla, prédikanir til húslestra yfir öll sunnu- og helgidaga-guðspjöll kirkjuársins. Reykjavík, Kristján Ó. Þorgrímsson, 1883.
  • Minning Ragnheidar Gudmundsdóttur, útgéfin á kostnad ektamanns ennar framliðnu Jóns hreppstjóra Jónssonar. Viðeyjar Klaustri, Jón Jónsson, 1842.
  • Ræða við vígslu skírnarfontsins í Reykjavíkur Dómkirkju 1839, flutt af þáverandi dómkirkjupresti H.G. Thorðersen, Reykjavík, S.B. Sivertsen, 1876.[2]

Útfararræða yfir Helga G. Thordersen breyta

Ræður við jarðarför sál. Biskups Helga Thordersens, 18. december 1867 eftir Ólaf Pálsson prófast og dómkirkjuprest. Höfundur Ólafur Pálsson, 1814-1876. S.B. Sivertsen, Reykjavík 1869.

Tilvísanir breyta

  1. Bjarni Jónsson frá Unnarholti. Íslenskir Hafnarstúdentar. Bókaútgáfan BS Akureyri, 1949.
  2. „Helgi G Thordersen“.


Fyrirrennari:
Steingrímur Jónsson
Biskup Íslands
(18461866)
Eftirmaður:
Pétur Pétursson


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.