Helena Eyjólfsdóttir - Heims um ból
78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954
Helena Eyjólfsdóttir syngur Heims um ból er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Helena Eyjólfsdóttir tvö jólalög við undirleik Páls Ísólfssonar. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Helena Eyjólfsdóttir syngur Heims um ból | |
---|---|
IM 70 | |
Flytjandi | IngiHelena Eyjólfsdóttir, Páll Ísólfsson |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Jólalög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Lagalisti
breyta- Heims um ból - Lag - texti: Franz Gruber - Sveinbjörn Egilsson
- Í Betlehem er barn oss fætt - Lag og texti: Danskt þjóðlag - Valdimar Briem - ⓘ
Helena
breytaHelena Eyjólfsdóttir var aðeins 12 ára þegar þessi plata var tekin upp og vakti bjartur söngur hennar verðskuldaða athygli.