Heilbronn er borg í sambandslandinu Baden-Württemberg í Þýskalandi. Hún er þekkt fyrir iðnað og vínframleiðslu. Íbúar eru 127 þúsund (2019).

Heilbronn
Skjaldarmerki Heilbronn
Staðsetning Heilbronn
SambandslandBaden-Württemberg
Flatarmál
 • Samtals99,88 km2
Hæð yfir sjávarmáli
157 m
Mannfjöldi
 (2019)
 • Samtals126.600
 • Þéttleiki1.183/km2
Vefsíðawww.heilbronn.de

Heilbronn liggur við ána Neckar nokkuð norðarlega í Baden-Württemberg. Næstu borgir eru Stuttgart fyrir sunnan (40 km) og Heidelberg fyrir norðvestan (50 km).

Orðsifjar

breyta

Upphaflegt heiti borgarinnar er Heiligbrunno, sem merkir helgur brunnur. Hér er átt við heilsulindir. Heilbronn er einnig þekkt undir gælunafninu Käthchenstadt, eftir að rithöfundurinn Heinrich von Kleist samdi leikritið Das Käthchen von Heilbronn 1807/08.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki borgarinnar er svartur örn á gulum grunni. Örninn er ríkistáknið og er kominn fram á innsigli borgarinnar 1265. Árið 1556 kom litli skjöldurinn innan í erninum fram. Ekki hefur tekist að skýra út tilurð hans.

Söguágrip

breyta
 
Heilbronn 1617
 
Miðborg Heilbronn í rústum eftir stríð 1945

Bærinn kom fyrst við skjöl 741 og kallaðist þar Villa Heilibrunna. 1281 veitti konungurinn Rúdolf I af Habsborg Heilbronn borgarréttindi. Veitingaskjalið með innsigli konungs er enn til. Árið 1371 verður Heilbronn ríkisborg að tilskipan Karls IV keisara. Í 30 ára stríðinu börðust Svíar, Frakkar og keisaraher um borgina í um eitt ár (1633-34). Í erfðastríðinu í Pfalz hertaka Frakkar borgina 1688 en þeir brenna hana ekki niður eins og þeir gerðu við margar aðrar borgir. 1819-21 er Wilhelm-skipaskurðurinn lagður. Þar með hefst iðnbylting borgarinnar. Á næstu árum er borgin með flestar verksmiðjur allra borga í Württemberg og kallast sváfíska Liverpool (schwäbisches Liverpool). Flutningar fara fram um höfnina í Neckar. Járnbrautartengingu fær Heilbronn ekki fyrr en byltingarárið 1848. Árið 1892 tekur orkuverið Lauffen til starfa og er Heilbronn fyrsta borg heims með fjarrafmagnstengingu. Borgin varð fyrir gífurlegum loftárásum bandamanna í heimstyrjöldinni síðari. Nær öll miðborgin eyðilagðist. Heilbronn var á bandaríska hernámssvæðinu en síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu borgina ekki fyrr en 1992.

Vinabæir

breyta

Heilbronn viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti

breyta

Kiljanskirkjan í Reutlingen er frá 11. öld. Turn hennar er elsta mannvirki endurreisnar norðan Alpa. Á 15. öld var hún stækkuð og fékk þá hærra þak öðru megin og tvo miðturna. Kirkjan er eftir það ákaflega undarleg ásýndum að utan.

Myndasafn

breyta

Heimildir

breyta