Handknattleiksárið 1948-49
Handknattleiksárið 1948-49 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1948 og lauk sumarið 1949. Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og einnig í kvennaflokki. Engir landsleikir fóru fram á tímabilinu.
Karlaflokkur
breyta1. deild
breytaÁrmenningar urðu Íslandsmeistarar í annað sinn. Sjö lið tóku þátt í Íslandsmóti karla og léku þau einfalda umferð í einni deild.
Félag | Stig |
---|---|
Ármann | 12 |
ÍR | 8 |
Valur | 7 |
Víkingur | 5 |
Fram | 4 |
KR | 4 |
ÍBH | 2 |
Kvennaflokkur
breyta1. deild
breytaÁrmenningar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna og Framarar höfnuðu í 2. sæti. Önnur keppnislið voru ÍR, KR og ÍBH. Leikin var einföld umferð í fimm liða deild.
Íslandsmótið utanhúss
breytaÍslandsmótið í handknattleik utanhúss var haldið sumarið 1949. Ármenningar með sigur af hólmi í karlaflokki en Framarar í kvennaflokki.