Hans frá Íslandi
Hans frá Íslandi er fyrsta skáldsaga rithöfundarins Victor Hugo. Bókin kom út á frönsku árið 1823. Victor Hugo fékk hugmynd af þeirri sögu þegar hann 18 ára gamall lá veikur af hitasótt í nokkrar vikur. Sögusviðið er Þrándheimur skömmu eftir 1700 eða í þeirri viku sem frægasti fangi Dana var náðaður. Það var von Griffenfeldt greifi, öðru nafni Peter Schumacher og var hann í haldi í Munkhólma við Þrándheim en hann hafði verið dæmdur til dauða fyrir landráð en konungur breytt því í lífstíðarfangelsi. Griffenfeldt hafði meðal annars komið við sögu við veitingu biskupsembættis á Hólum þegar Jón Vigfússon (Bauka-Jón) varð biskup. Hugo býr til sögupersónu, íslenskan útilegumann Hans að nafni og heitir bókin eftir honum „Han d'Islande". Þessi villimaður er eins konar forstúdía fyrir villimanninn Jean Valjean í Vesalingunum og líkist líka Skugga-Sveini. Eins og Skugga-Sveinn hafði þrælinn Ketil skræk var þræll Hans frá Íslandi dr. Benignus Spiagudrius, líkhússtjóri í Þrándheimi.
Höfundur | Victor Hugo |
---|---|
Upprunalegur titill | Han d'Islande |
Land | Frakkland |
Tungumál | Franska |
Útgefandi | Persan |
Útgáfudagur | 1823 |