Hallgrímur Benediktsson

Hallgrímur Benediktsson (20. júlí 1885 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð26. febrúar 1954) var þjóðkunnur athafnamaður á sinni tíð, sat í bæjarstjórn Reykjavíkur, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var frægur glímukappi. Frægasti sigur hans var þegar hann hafði betur í glímu við Jóhannes Jósefsson í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. Þá var Hallgrímur í íslenska flokknum sem sýndi glímu á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1908.

Hallgrímur Benediktsson
Fæddur20. júlí 1885
Vestdalseyri við Seyðisfjörð
Dáinn26. febrúar 1954 (68 ára)
Hvílir í Hólavallagarði
StörfStofnaði og rak mörg fyirtæki, var bæjarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður
Þekktur fyrirGlímu og stofnun og rekstur margra fyrirtækja
MakiÁslaug Geirsdóttir Zoega
BörnIngileif Bryndís, Björn og Geir
ForeldrarBenedikt Jónsson og Guðrún Björnsdóttir

Hallgrímur fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, sonur Benedikts Jónssonar smiðs og bónda á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði. Benedikt var sonur hins kunna glímumanns séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíðarættar. Móðir Hallgríms var seinni kona Benedikts, Guðrún Björnsdóttir, bónda á Stuðlum í Norðfirði. Eiginkona Hallgríms var Áslaug Zoega, dóttir Geirs Zoega, rektors Menntaskólans ií Reykjavík.

Þau voru foreldrar Geirs Hallgrímssonar, sem varð forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri. Önnur börn þeirra voru Björn Hallgrímsson forstjóri og Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, sem stjórnuðu eftir hans dag mörgum þeim fyrirtækjum, sem Hallgrímur kom á fót.

Hallgrímur var í góðri stöðu hjá Edinborgarverslun þegar hann ákvað árið 1911 að segja henni lausri og stofnsetja eigin heildverslun, H.Ben & co. Verslunin tryggði sér umboð fyrir olíuvörur frá hinu bandaríska Vacuum Oil Company. Það reyndist gullnáma enda var vélvæðing sjávarútvegsins að hefjast af fullum krafti og því gríðarleg spurn eftir hvers kyns olíum. Þegar fyrri heimsstyrjöldin rauf hefðbundnar verslunarleiðir til Danmerkur þurftu kauplýslumenn að hafa hraðar hendur og koma á samskiptum vestur um haf. Hallgrímur var fljótur að bregðast við og gerðu bandarísku verslunarsamskiptin hann að auðmanni á skjótum tíma.

Árið 1926 náði H.Ben & co samningum við hollenska stórfyrirtækið Shell um stofnun fyrirtækisins Skeljungs um bensíninnflutning og sölu. Í tengslum við það reisti fyrirtækið mikla höfn og höfuðstöðvar í Skerjafirði. Var H.Ben & co um áratuga sekið stærsti innlendi hluthafinn í Skeljungi. Árið 1940 bættist bílainnflutningur við langan verkefnalista þar sem stofnað var dótturfélagið Ræsir sem flutti inn fjölda bandarískra tegunda en síðar meir einnig Mercedes-Benz.

Meðal fyrirtækja Hallgríms var Súkkulaðigerðin Síríus, sem síðar varð hluti fyrirtækisins Nói Síríus, sem var stjórnað af afkomendum hans til ársins 2021, en þá selt norska fyrirtækinu Orkla. [1]


Tilvísanir breyta

  1. Ritstjórn viðskiptablaðsins (5. maí 2021). „Orkla kaupir Nóa Síríus“. www.vb.is.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.