Hallgrímur Benediktsson

Hallgrímur Benediktsson (20. júlí 1885 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð26. febrúar 1954) var þjóðkunnur athafnamaður á sinni tíð, sat í bæjarstjórn Reykjavíkur, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var frægur glímukappi. Frægasti sigur hans var þegar hann hafði betur í glímu við Jóhannes Jósefsson í konungsglímunni á Þingvöllum 1907. Þá var Hallgrímur í íslenska flokknum sem sýndi glímu á Ólympíuleikunum í Lundúnum 1908.

Hallgrímur Benediktsson
Hallgrímur Benediktsson
Fæddur 20. júlí 1885
Vestdalseyri við Seyðisfjörð
Látinn 26. febrúar 1954 (68 ára)
Hvílir í Hólavallagarði
Búseta Fjólugötu, Reykjavík
Þekktur fyrir Glímu og stofnun og rekstur margra fyrirtækja
Starf/staða Stofnaði og rak mörg fyirtæki, var bæjarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður
Maki Áslaug Geirsdóttir Zoega
Börn Ingileif Bryndís, Björn og Geir
Foreldrar Benedikt Jónsson og Guðrún Björnsdóttir

Hallgrímur fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, sonur Benedikts Jónssonar smiðs og bónda á Refsstað og Rjúpnafelli í Vopnafirði. Benedikt var sonur hins kunna glímumanns séra Jóns Þorsteinssonar í Reykjahlíð, ættföður Reykjahlíðarættar. Móðir Hallgríms var seinni kona Benedikts, Guðrún Björnsdóttir, bónda á Stuðlum í Norðfirði. Eiginkona Hallgríms var Áslaug Zoega, dóttir Geirs Zoega, rektors Menntaskólans ií Reykjavík.

Þau voru foreldrar Geirs Hallgrímssonar, sem varð forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjóri. Önnur börn þeirra voru Björn Hallgrímsson forstjóri og Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, sem stjórnuðu eftir hans dag mörgum þeim fyrirtækjum, sem Hallgrímur kom á fót.

Meðal fyrirtækja Hallgríms var Súkkulaðigerðin Síríus, sem síðar varð hluti fyrirtækisins Nói Síríus, sem var stjórnað af afkomendum hans til ársins 2021, en þá selt norska fyrirtækinu Orkla. [1]


TilvísanirBreyta

  1. Ritstjórn viðskiptablaðsins (5. maí 2021). „Orkla kaupir Nóa Síríus“. www.vb.is.

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.