Tölvuþrjótur

(Endurbeint frá Hakkari)

Tölvuþrjótur[1] (einnig tölvurefur[1], hakkari eða tölvuhakkari)[2] í almennu tali á við einstakling sem nýtir sér afburða tölvukunnáttu sína til að brjótast inn í tölvukerfi (eða gagnavinnslukerfi) í þeim tilgangi að hagnast, stela upplýsingum, vinna skemmdarverk eða einfaldlega vegna þess að hann stenst ekki mátið. Í nútímanum hefur myndast stærðarinnar „undirmenning“ tölvuþrjóta í netheiminum. Tölvuþrjótar eru einnig þekktir fyrir að hanna og þróa tölvuvírusa sem þeir nota í sama tilgangi. Margir tölvuþrjótar af gamla skólanum, sem látið hafa af aðgangsbrotum sínum, hafa skapað sjálfum sér veglegan frama með því að selja tölvufyrirtækjum þekkingu sína og búa til öryggisforrit sem hafa það meginmarkmið að verjast árásum tölvuþrjóta og vírusa.

Gráhattar, þessi gerð tölvuþrjóta hefur oftar en ekki verið sýnd sem hetjulegi Tölvugarpurinn í vinsælu afþreyingarefni. Þekktir einstaklingar í þessum flokki eru Andrew Alan Escher Auernheimer.

Julian Assange forsprakki uppljóstrunarsíðunar Wikileaks er dæmi um tölvuþrjót af gamla skólanum sem hefur nýtt sér þekkingu sína til að skapa hina umdeildu vefsíðu.

Flokkun

breyta

Tölvuþrjótum hefur verið skipt í þrjá megin hópa og þeim gefnir litir eftir því hvernig aðgangsbrot þeir stunda. Þessi flokkun hófst eftir að lög um „innbrot“ og gagnastuld úr tölvukerfum voru sett laggirnar, flokkunin var upprunalega gerð til þess að auka skilning almennings á mismunandi aðgangsbrotum tölvuþrjóta og aðgreina betur þá sem stunda glæpsamleg athæfi og þá sem stunda löglegt „tölvufikt“. Tölvuþrjótur þarf ekki endilega að stunda glæpsamleg aðgangsbrot en þar sem fréttamiðlar hafa notað sama hugtakið til að fjalla um allar gerðir tölvuþrjóta í gegnum tíðina er þessi flokkun lítið þekkt og allar gerðir þeirra hljóta oftar en ekki glæpsamlegan stimpil í augum almennings. Flokkun tölvuþrjóta er:

  • Hvíthattar:geta verið allt frá forskriftarkrökkum til einstaklinga sem eru færir um að umbreyta tölvubúnaði eða hugbúnaði eða þeirra sem starfa við að kanna öryggiskerfi hjá tilteknum viðskiptavinum og gera slíkt með tilskyldum leyfum. Þessi hópur var í rauninni upprunalega gerð tölvuþrjóta, þegar fáir einstaklingar með mikla þekkingaþörf voru uppnumdir af hugmyndinni um að umbreyta eða hafa einhvervegin áhrif á tölvukerfi og breyta hugbúnaði. Ekkert glæpsamlegt þarf að vera við iðju þessara einstaklinga. Þekktir einstaklingar í þessum flokki eru: Stephen Wozniak og auðvitað Tim Berners-Lee
  • Gráhattar:eru þeir sem taka stundum þátt í ólöglegu athæfi þó oftast fyrir góðan málstað sem þeir trúa á. Þessir einstaklingar hanga á gráu svæði milli hvíthatta og svarthatta. Þeir eru ekki þekktir fyrir að stunda aðgangsbrot fyrir persónulegan hagnað eða illan ásetning, en eru oft tilbúnir til að fremja ólögleg aðgangsbrot í viðleitni sinni til að öðlast víðtækari þekkingu á öryggisbúnaði eða berjast fyrir ákveðnum málstað, en reyna að valda sem minnstu tjóni og loka dyrunum aftur á eftir sér. Þessi gerð tölvuþrjóta hefur oftar en ekki verið sýnd sem hetjulegi Tölvugarpurinn í vinsælu afþreyingarefni. Þekktir einstaklingar í þessum flokki eru Andrew Alan Escher Auernheimer.
  • Svarthattar:er sá hópur tölvuþrjóta sem er hvað þekktastur í dag og vinsælastur í kvikmyndum og bókmenntum. Þetta eru einstaklingar sem vinna markvisst og skipulega að því að brjótast inn í lokuð kerfi, stela upplýsingum, jafnvel til að selja þær á svörtum markaði eða nýta þær í glæpsamlegum tilgangi, eyðileggja tölvukerfi og smita þau af skaðlegum veirum, ásamt því að valda uppþoti og ringulreið með tölvukunnáttu sinni. Þeir stunda einnig aðgangsbrot í pólitískum tilgangi. Þeir hanna skaðlegar tölvuveirur og starfa oft sem „málaliðar“ fyrir annan aðila eða selja vafasömum stofnunum þjónustu sína. Þekktir einstaklingar í þessum flokki eru: Jonathan James og Kevin Poulsen

Tölvuþrjótar í vinsælli dægurmenningu

breyta

Kvikmyndir

Bækur

Tövluþrjótar og Ísland

breyta

Listi yfir þekkta íslenska tölvuþrjóta, aðgangsbrot sem framin hafa verið á gegn íslenskum fyrirtækjum og stofnunum, eða erlenda tölvuþrjóta sem valdið hafa uppþoti á Íslandi.

Desember 2013 var framin stærsta tölvuárás sem gerð hefur verið á íslandi á tölvukerfi Vodafone Ísland
Þann 8. mars 2015 var vefur Sögusetursins á Hvolsvelli fyrir tölvuárás tölvuþrjóta á vegum hryðjuverkasamtakana Íslamska ríkið.

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Tölvuþrjótur - Upplýsingafræði“. Íðorðabankinn. Sótt 16. febrúar 2024.
    Tölvuþrjótur er algengasta orðið yfir þann sem brýst inn í tölvukerfi.
    Tölvurefur er ekki mjög algengt.
    Tölvugarpur er ekki algengt en hefur aðra merkingu.
    Hjakkari kemur fram í Tölvuorðabókinni en er ekki algengt og getur haft aðra merkingu.
  2. „Hakkari“. Íslensk nútímamálsorðabók. Sótt 16. febrúar 2024. og „Tölvuhakkari“. Íslensk nútímamálsorðabók. Sótt 16. febrúar 2024.
    Þessi orð (hakkari og tölvuhakkari) finnast í orðabók og eru algeng.
   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.