Húsfluga (eða húsafluga) (fræðiheiti: Musca domestica) er tvívængja af húsfluguætt. Húsflugan er mjög algeng á Íslandi, enda er hún ein útbreiddasta tegund jarðarinnar og ein algengasta fluga í híbýlum manna (þ.a.l. nafnið). Húsflugan er að mestu hættulaus á Íslandi en er varasamur sýklaberi í heitari löndum.

Húsfluga
Kvenkyns húsfluga
Kvenkyns húsfluga
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Innflokkur: Neoptera
Yfirættbálkur: Innvængjur (Endopterygota)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Húsfluguætt (Muscidae)
Ættkvísl: Flugan (Musca)
Tegund:
M. domestica

Tvínefni
Musca domestica
Linnaeus, 1758

Í raun nefnist húsflugan sem algengust er stóra húsfluga (Musca domestica) en svo er til önnur minni sem nefnist litla húsfluga (Fannia cannicularis).

Húsflugan á Íslandi

breyta

Árið 1941 skrifaði Geir Gígja skordýrafræðingur í Vísi: „Það er rúmur áratugur síðan [húsflugunnar] varð fyrst vart á Akureyri og í nágrenni Reykjavíkur. En svo var það fyrst hlýja sumarið 1939, að hún varð fólki til verulegra óþæginda svo kunnugt sé. Þá kvartaði margur undan henni hér í bænum. Í fyrra sumar bar svo aftur miklu minna á henni, en nú í sumar virðist hún ætla að komast í algleyming.“[1]

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.