Höfðaskógur er skógur við Kaldárselsveg í landi Hafnarfjarðar. Er hann í kringum Hvaleyrarvatn. Landið er í umsjón Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Stæðileg Stafafura í forgrunni. Hvaleyrarvatn bakvið.

Nokkur uppblástur var á svæðinu um miðja 20. öld en á 6 & 7. áratugnum voru flög grædd upp m.a. með lúpínu og hófst skógrækt upp frá því. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri fór fyrir því.

Trjásafn, rósagarður og gönguleiðir eru um svæðið. Gróðrarstöðin Þöll hefur þar starfsemi.

Tengill breyta