Hæ Gosi voru íslenskir grínsjónvarpsþættir sýndir á Skjá einum frá 2010-2013 í þremur þáttaröðum. Sú fyrsta var sýnd haustið 2010 og innihélt 6 þætti, önnur var sýnd haustið 2011 og innihélt 8 þætti og sú þriðja var sýnd vorið 2013 og innihélt einnig átta þætti. Þættirnir voru í leikstjórns Arnórs Pálma Arnarsonar. Með aðalhlutverk í þáttunum fóru Árni Pétur Guðjónsson, Kjartan Guðjónsson, Helga Braga Jónsdóttir, María Ellingsen, Þórhallur Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Hannes Óli Ágústsson, Bjarni Snæbjörnsson, Saga Garðarsdóttir, Valur Freyr Einarsson og fleiri. Höfundar þáttana voru Arnór Pálmi Arnarson, Heiðar Mar Björnsson, Baldvin Z og Katrín Björgvinsdóttir.[1]

Þættirnir fjalla um fjölskyldu á Akureyri. Þeir fjalla um tvo bræður (Árna Pétur og Kjartan), faðir þeirrar sem gekk nýverið útúr skápnum (Þórhallur Sigurðsson), eiginkonur bræðrana (Maríu og Helgu Brögu), Krumma (Hjálmar Hjálmarsson) og aðstoðarmann hans (Hannes Óli Ágústsson).