Hálogaland (íþróttahús)

(Endurbeint frá Hálogaland (braggi))

Íþróttahúsið Hálogaland (Hálogaland eða Hálogalandsbragginn) var braggi, sem stóð þar sem nú eru gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðarvogs. Á stríðsárunum stunduðu hermenn þar íþróttir en íslensk íþróttafélög höfðu einnig afnot af húsinu. Skálinn var rifinn árið 1970.

Stór hluti Laugardals og nærliggjandi svæða hafði verið leigður Bretum- og Bandaríkjamönnum í tengslum við hernám hér á landi. Reistu þeir stóran skála sem notaður var af setuliðinu og var hann nefndur Andrews Memorial Field House, eftir Andrews hershöfðingja sem lést í flugslysi í Fagradal 1943. Í skálanum, sem var vígður árið 1943, var íþróttahús, bíó og samkomusalur.

Í september 1944 hélt söng- og leikkonan Marlene Dietrich tónleika fyrir bandaríska hermenn og gesti þeirra í húsinu og þá mun gamanleikarinn Bob Hope hafa komið fram í húsinu um svipað leyti.

Við lok seinna stríðs samdi Íþróttabandalag Reykjavíkur um kaup á húsinu og var hann þá kallaður Hálogaland. Varð húsið þá miðstöð handknattleiks á Íslandi og helsti völlur allra helstu kappleikja innanhús allt þar til Laugardalshöll var byggð og tók við því hlutverki.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Íþróttahúsið Hálogaland“ (PDF). Borgarsögusafn Reykjavíkur.