Íþróttabandalag Reykjavíkur

Íþróttabandalag Reykjavíkur (skammstafað ÍBR) er bandalag íþróttafélaganna í Reykjavík. Það var stofnað 31. ágúst árið 1944, en áður hafði Íþróttasamband Reykjavíkur starfað í bænum. Aðildarfélög ÍBR eru 66 talsins. Bandalagið veitir ýmsa styrki og viðurkenningar til aðildarfélaga og er tengiliður þeirra við Reykjavíkurborg. Félagið er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ).

Tenglar

breyta
   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.