Gunnar Karlsson (sagnfræðingur)

Gunnar Karlsson (26. september 193928. október 2019) var íslenskur sagnfræðingur.[1] Gunnar var einhver áhrifamesti sagnfræðingur landsins um langt skeið. Hann mótaði aðferðafræðilega kennslu í Háskóla Íslands þegar hann hóf störf þar á áttunda áratug síðustu aldar og skrifaði fjölda kennslubóka í sögu fyrir öll skólastig auk annarra rita.[2]

Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi 1978. Hann kenndi við University College í London 1974 til 1976. Gunnar varð lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976 og prófessor árið 1980. [3] Doktorsritgerð Gunnars nefndist Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum. Hann ritaði fjölda annarra bóka og bókarkafla, þar á meðal Ástarsögu Íslendinga að fornu, Goðamenningu: stöðu og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga og Sögu Íslands.

Gunnar vann síðustu árin að ritun bókaflokks um íslenska miðaldasögu. Þrjú bindi komu út úr þeim flokki og var Gunnar langt á veg kominn með fjórðu bókina þegar hann andaðist.

Einkalíf

breyta

Gunnar var kvæntur Silju Aðalsteinsdóttur og átti hann 3 börn.

Tengill

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Brynjólfur Þór Guðmundsson (29. október 2019). „Gunnar Karlsson látinn“. RÚV. Sótt 29. október 2019.
  2. Árnason, Hróbjartur (14. maí 2019). „Ritun nýrrar stefnu um nám og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands“. Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands. 7 (1): 38. doi:10.33112/tk.7.1.17. ISSN 2298-9978.
  3. Guðmundsson, Gunnar; Tómasson, Kristinn (5. júlí 2019). „Asbest og áhrif þess á heilsufar Íslendinga“. Læknablaðið. 2019 (07/08): 327–334. doi:10.17992/lbl.2019.0708.241. ISSN 0023-7213.