Gunnar Karlsson (sagnfræðingur)
Gunnar Karlsson (26. september 1939 – 28. október 2019) var íslenskur sagnfræðingur.[1] Gunnar var einhver áhrifamesti sagnfræðingur landsins um langt skeið. Hann mótaði aðferðafræðilega kennslu í Háskóla Íslands þegar hann hóf störf þar á áttunda áratug síðustu aldar og skrifaði fjölda kennslubóka í sögu fyrir öll skólastig auk annarra rita.[2]
Gunnar lauk kandídatsprófi frá Háskóla Íslands 1970 og doktorsprófi 1978. Hann kenndi við University College í London 1974 til 1976. Gunnar varð lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands 1976 og prófessor árið 1980. [3] Doktorsritgerð Gunnars nefndist Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum. Hann ritaði fjölda annarra bóka og bókarkafla, þar á meðal Ástarsögu Íslendinga að fornu, Goðamenningu: stöðu og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga og Sögu Íslands.
Gunnar vann síðustu árin að ritun bókaflokks um íslenska miðaldasögu. Þrjú bindi komu út úr þeim flokki og var Gunnar langt á veg kominn með fjórðu bókina þegar hann andaðist.
Einkalíf
breytaGunnar var kvæntur Silju Aðalsteinsdóttur og átti hann 3 börn.
Tengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (29. október 2019). „Gunnar Karlsson látinn“. RÚV. Sótt 29. október 2019.
- ↑ Árnason, Hróbjartur (14. maí 2019). „Ritun nýrrar stefnu um nám og kennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands“. Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands. 7 (1): 38. doi:10.33112/tk.7.1.17. ISSN 2298-9978.
- ↑ Guðmundsson, Gunnar; Tómasson, Kristinn (5. júlí 2019). „Asbest og áhrif þess á heilsufar Íslendinga“. Læknablaðið. 2019 (07/08): 327–334. doi:10.17992/lbl.2019.0708.241. ISSN 0023-7213.