Guðrún Aspelund

íslenskur læknir

Guðrún Aspelund (f. 12. febrúar 1971[1]) er sóttvarnalæknir Íslands. Hún var áður yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis.

Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Hún var lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla frá 2007 til 2017. Hún hefur jafnframt lokið meistaranámi í líftölfræði og stundað nám á sviði opinberrar stjórnsýslu.[2]

Guðrún sótti um stöðu sóttvarnalæknis eftir að Þórólfur Guðnason tilkynnti að hann hygðist hætta störfum árið 2022. Hún var eini umsækjandinn um starfið og tilkynnt var að ákvörðun hefði verið tekin um ráðningu hennar þann 21. júní sama ár. Guðrún tók við störfum þann 1. september 2022.[3]

Bróðir Guðrúnar er Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði.

Tilvísanir breyta

  1. Sigurjón Björn Torfason (25. júní 2022). „Spennt fyrir krefjandi starfi sem sóttvarnalæknir“. Fréttablaðið. Sótt 9. júlí 2022.
  2. Alma D. Möller (21. júní 2022). „Guðrún Aspelund ráðin sóttvarnalæknir“. Embætti landlæknis. Sótt 9. júlí 2022.
  3. „Guðrún Aspelund nýr sóttvarnalæknir“. mbl.is. 25. júní 2022. Sótt 21. júní 2022.